Þetta er stórskrítinn dagur. Hildur mín og Brynjar minn lögðu af stað suður eftir hádegið, það er alveg svakalega autt og tómlegt hér, við Björk og Skotta skröltum innan um húsið, Björk eldaði sérlega holla og nærandi súpu til að hressa okkur við, verst er að ég held að ungfrú Skotta hafi verið að uppgötva að þau séu farin suður en vonandi rjátlast það af henni.
Ég verð að lofa henni að tala við þau í síma.
Ég verð að lofa henni að tala við þau í síma.
2 Comments:
At 3:02 e.h., Nafnlaus said…
Ástarþakkir fyrir okkur. Okkur leið einstaklega vel hjá ykkur og þið þrjár eruð góðir gestgjafar. Ég vona að ykkur eigi eftir að líða vel öllum saman í sumar!
Saknaðarkveðjur, Hildur.
At 3:03 e.h., Nafnlaus said…
Elsku amma mín! Takk fyrir allt. Nú er ég kominn með húsið og dýrin, Lilla í kerrunni og kindurnar mínar í húsið okkar í Reykjavík.
Sjáumst sem fyrst, þinn - Brynjar Freyr :)
Skrifa ummæli
<< Home