Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júní 19, 2005

Sunnudagsmorgunn og hálfgert leiðinda veður. Furðuleikar í dag á Sævangi. Árdís mín fór suður í gær sagði að það væri betra að fara á kvöldin og minni umferð., ætlaði út með Hörpu þegar hún kæmi í bæinn. Kattarskarnið reyndi að veiða Jón lærða í gær og olli skelfingu með því athæfi sínu, sennilega verða haldin réttarhöld yfir kvikindinu, þar sem hún verður látin verja heiður sinn sem veiðiköttur, en ekki eingöngu nútíma dósamatarletidýr.
Ég var að mála í gær og sturtaði niður fullri dós af okkurgulri málningu og þegar ég var að sópa henni í dósina aftur með stórum bursta þá flaug hann úr hendinni á mér út í loftið og lenti með slettum og gauragangi (Burstinn fljúgandi) og ég var heillengi að þrífa ósómann upp. Ég er komin með stress út af bæjarhátíðinni og því sem ég hef álpast til að ætla að framkvæma.."Svei og fjandinn hvaða hvaða " eins og stendur í einu af mínum uppáhalds kvæðum eftir Hallgrím Pétursson, gott ef ekki í passíusálmunum. Ojamm. Lukka er í fýlu og þá er hún verulega leiðinleg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home