Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 30, 2008

Það er ekki búið að vera neitt smávegis að gera...
en allt hafðist það nú samt.
Hamingjudagarnir fóru vel fram þrátt fyrir að veðrið væri soldið að stríða okkur. Veðurguðirnir...hljómsveitin voru hinsvegar ekkert að stríða neinum en þeir spiluðu á laugardagsballinu og úti í Sævangi á sauðfjársetrinu á sunnudeginum og allir skemmtu sér með þeim og litlu börnin sungu hástöfum með þeim í Sævangi og allir kunnu...Til Ba-hama eyja Ba-hama eyja Ba-hama eyja Bahama.......
Svo vaknaði eg í morgun og raulaði til Ba-hama....

laugardagur, júní 21, 2008Velkomin í bláa hverfið.

Sæberg-Höfðagata sjö stendur eins og klettur...lítill klettur milli stórhýsanna á Rifinu.

Það er nú ekki hægt að hafa endalaust þjóðhátíðardag á blogginu hmm.
það hefur verið fínt útiveður og ég er búin að saga fullt af timbri í litlu húsasmiðjunni minni. Eitt hús hefur litið dagsins ljós,, gerði það í gær, það er á einni hæð eitt ris,hvítt með grænu þaki og sennilega kemur hér mynd af því bráðlega....Pjakkur hefur verið hér í vist.... hann sefur hér á eldhúsgólfinu og hrýtur og urrar upp úr svefni.
hann er hræddur við dyrabjöllur og í útvarpinu var spurningakeppni og heyrðist svona Bling ! og hann rauk á fætur upp úr letimóki og gelti eins og skrattinn sjálfur væri að koma í heimsókn annars er hann hinn rólegasti og nafna hefur farið með hann í reglulegar gönguferðir og það finnst honum gott.
Addi og Hildur og strákarnir eru á leið heim og eru með diskana mína ég er nú spennt að sjá þá.
Brosbolir klikkuðu á pöntuninni okkar , þar er einhver sauðska í gangi. en hvað um það, kanna það á mánudaginn.
Hvað gerir maður svo á jónsmessunótt í ár, er ekki alveg tilvalið að velta sér nakin upp úr dögginni samkvæmt þjóðtrúnni það ku gefast vel og vera mikil heilsubót og allar óskir manns munu rætast o.s.frv.
það var frekar kalt í fyrra en verður vonandi hlýrra núna.

þriðjudagur, júní 17, 2008

Það hefur nú verið aldeilis indælis þjóðhátíðardagur í dag, alveg perfekt.

Á föstudaginn fór ég suður fór í útskriftarveislu Hildar á laugardaginn og heim á sunnudagsmorguninn, það var nú aldeilis gaman og flott.

Í gær var bévítans norðaustan rok og allt í hers höndum í garðinum.

Árans hvítabjörninn að geta ekki verið kyrr til að leyfa einhverjum körlum að loka hann inni í búri og fara með hann úr landi, þetta hefur verið kínverskur Hells Angels bangsi.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Þetta var nú aldeilis ævintýraleg upplifun. Við komum að Flateyri kl. hálf tólf . Þar voru Stebbi og Önundur mættir og allt gekk glimrandi vel og upptakan var búin kl hálf fjögur og við vorum komnar heim klukkan hálf níu, eftir að drolla dulítið á Ísafirði.
Á heimleiðinni mættum við stressuðum mink og hjálpuðum honum soldið með matinn hans.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Jæja mikið rosalega er ég ánægð með daginn því tiltektar fegrunarverkefnið sem ég tróð mér í að sjá um, kláraðist í morgun en ég var farin að örvænta um að það tækist. allir svo mikið að gera, ekki það að ég gerði svo mikið sjálf en þetta var alveg gríðarlegt áhugamál og er semsagt í höfn.
Eg fékk einn vaskan sjóara fyrir liðsmann, og nú er allt í röð og reglu fyrir neðan Höfðaverksmiðjuna og gaman að horfa beint niður litlu Höfðagötuna þeas. (frá húsinu númer sjö) og allt svo fínt og flott.
Síðan kl átta í fyrramálið leggjum við Salbjörg á stað í söngferðalagið mikla um Vestfirði. Stebbi er rokinn á undan okkur með börn og buru og hljóðfærin, og hans stað í "bílnum Bakkusi Skotta" tekur framkvæmdastjóri hamingjudaga sem við ætlum að ræna og hafa fyrir rótara...Salbjörg er vön síðan hún lék Soffíu frænku en þá var henni nú reyndar rænt. hmmm.
Ég er að hugsa um að hafa með okkur nesti ef við skyldum ætla að verða hungurmorða einhversstaðar á leiðinni og er búin að steikja í því skyni 30
kjúklingaleggi og búa til salat sem getur enst okkur í viku.....Djók......
'Eg er búin að sitja við að mála platta og bakið á mér er alveg komið í kássu svo það er best að gera fáeinar æfingar fyrir svefninn ég veit bara ekki hvaða æfingar það ættu að vera og ég nenni því alls ekki svo ég fæ mér bara eldsterkt kaffi og fer svo snemma að sofa. Held ég...

sunnudagur, júní 08, 2008

Það er sumar og einhvernvegin eins og allt of mikið sem þarf að gera , Gæti huxað mér að búa ein í tjaldi langt frá mannabyggðum, en sú útilegutilfinning myndi nú sjálfsagt ekki endast samt nema ca einn sólarhring ... myndi samt örugglega lesa eina bók sofa pínulítið og fíla það í svona korter í viðbót eða þannig og hypja mig svo til byggða.

það er sama lognið og góða veðrið hér í Aðsigi..... eða eins og maðurinn sagði sem fór og pantaði sér flugfar til Aðsigis af því hann hefði heyrt að það væri svo gott veður í aðsigi......
Hildur sendi mér æðislega flottan tölvupóst tíhí.....
Póstur á morgun....
heimavinnandi húsmóðir í dag.... nei annars ég er farin á fjöll og.
Já gleymum ekki kvennahlaupinu ég dró Svönu með mér í kvennahlaup í gær og skrönglaðist held ég tvo km. eða við segjum það ,Hún var bara reglulega þolinmóð annars var þetta ekki á hennar venjulega hraða. við fengum bol og kristal og pening og nammi, sem ég ætla að hafa fyrir gesti með kaffinu í framtíðinni.

þriðjudagur, júní 03, 2008

ÆÆ það gat nú verið að það þyrfti endilega að myrða Bangsa litla þar sem hann var á vappi svangur og kaldur og langaði að éta sem svaraði eins og einum lögregluþjóni. það hefði nú mátt gefa honum vel að éta og svæfa hann og fara með hann heim til sín til Bangsamömmu og Bangsapabba á Grænlandi..Uhuhuhu.
Hann var reyndar svo drullugur að hann hefur verið búinn að vera heillengi hér á landi að baða sig í moldarflögum.
Nú er mígandi rigning og ég er að fara út að smíða það er svo gott að láta rigna á sig.

mánudagur, júní 02, 2008

Alltaf finnst mér vorið alveg yfirþyrmandi árstíð. þarf allt að gera fyrir sumarið, allsstaðar er rusl og drasl og mann langar að taka til og gera fínt langt fram yfir það sem maður ræður við.
Ef allir tækju sig nú saman að gera litla byggðarlagið okkar til fyrirmyndar í umgengni þá væri hægt að fínissera afsakið (orðbragðið) miklu meira en gert er og væri að því sómi.
Það sem helst stingur í augu er að það virðist ekki vera hægt að gera nokkurn skapaðan hlut án þess að skilja eftir sig bretti út um allar trissur. Það verða allsstaðar eftir einhvert helvítis brettarusl.
Það er nú ekki neitt ljótt við fallega röðuð bretti sagði kaupfélagsstjórinn okkar eitt sinn og er ég því sammála en þegar þau liggja hist og her um staðinn þá er nú ekki mikla fegurð að sjá í þeim
Annað sem fer hér í þessa nöldurklausu er húsbílapakk sem tímir ekki að leggja úti á húsbílastæði en er að leggja hér út um allan staðinn, fari það í fokking rassgat

það var gaman í opnunarhátíðasjómannadagskaffinu á Sævangi í gær.
Bjarni 'Omar kynnti lögin sín og allir fóru í fjölskyldufótbolta og gæddu sér á þeim kræsingum sem í boði voru. Næst verður Sautjándajúní kaffi.
Það er komið hellingur af flottum vörum í handverkshillurnar þar og ýmsar nýungar á safninu.

Upplýsingamiðstöðin er líka búin að opna og þar er að tínast inn hellingur af handverki líka og svo hlakkar maður aldeilis til að Handverk Haffa opni.
ískyggilegt þykir mér að Riis er ekki búið að opna líka en það rætist vonandi fljótt úr því..Bingó...