Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, júní 10, 2008

Jæja mikið rosalega er ég ánægð með daginn því tiltektar fegrunarverkefnið sem ég tróð mér í að sjá um, kláraðist í morgun en ég var farin að örvænta um að það tækist. allir svo mikið að gera, ekki það að ég gerði svo mikið sjálf en þetta var alveg gríðarlegt áhugamál og er semsagt í höfn.
Eg fékk einn vaskan sjóara fyrir liðsmann, og nú er allt í röð og reglu fyrir neðan Höfðaverksmiðjuna og gaman að horfa beint niður litlu Höfðagötuna þeas. (frá húsinu númer sjö) og allt svo fínt og flott.
Síðan kl átta í fyrramálið leggjum við Salbjörg á stað í söngferðalagið mikla um Vestfirði. Stebbi er rokinn á undan okkur með börn og buru og hljóðfærin, og hans stað í "bílnum Bakkusi Skotta" tekur framkvæmdastjóri hamingjudaga sem við ætlum að ræna og hafa fyrir rótara...Salbjörg er vön síðan hún lék Soffíu frænku en þá var henni nú reyndar rænt. hmmm.
Ég er að hugsa um að hafa með okkur nesti ef við skyldum ætla að verða hungurmorða einhversstaðar á leiðinni og er búin að steikja í því skyni 30
kjúklingaleggi og búa til salat sem getur enst okkur í viku.....Djók......
'Eg er búin að sitja við að mála platta og bakið á mér er alveg komið í kássu svo það er best að gera fáeinar æfingar fyrir svefninn ég veit bara ekki hvaða æfingar það ættu að vera og ég nenni því alls ekki svo ég fæ mér bara eldsterkt kaffi og fer svo snemma að sofa. Held ég...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home