Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 02, 2008

Alltaf finnst mér vorið alveg yfirþyrmandi árstíð. þarf allt að gera fyrir sumarið, allsstaðar er rusl og drasl og mann langar að taka til og gera fínt langt fram yfir það sem maður ræður við.
Ef allir tækju sig nú saman að gera litla byggðarlagið okkar til fyrirmyndar í umgengni þá væri hægt að fínissera afsakið (orðbragðið) miklu meira en gert er og væri að því sómi.
Það sem helst stingur í augu er að það virðist ekki vera hægt að gera nokkurn skapaðan hlut án þess að skilja eftir sig bretti út um allar trissur. Það verða allsstaðar eftir einhvert helvítis brettarusl.
Það er nú ekki neitt ljótt við fallega röðuð bretti sagði kaupfélagsstjórinn okkar eitt sinn og er ég því sammála en þegar þau liggja hist og her um staðinn þá er nú ekki mikla fegurð að sjá í þeim
Annað sem fer hér í þessa nöldurklausu er húsbílapakk sem tímir ekki að leggja úti á húsbílastæði en er að leggja hér út um allan staðinn, fari það í fokking rassgat

það var gaman í opnunarhátíðasjómannadagskaffinu á Sævangi í gær.
Bjarni 'Omar kynnti lögin sín og allir fóru í fjölskyldufótbolta og gæddu sér á þeim kræsingum sem í boði voru. Næst verður Sautjándajúní kaffi.
Það er komið hellingur af flottum vörum í handverkshillurnar þar og ýmsar nýungar á safninu.

Upplýsingamiðstöðin er líka búin að opna og þar er að tínast inn hellingur af handverki líka og svo hlakkar maður aldeilis til að Handverk Haffa opni.
ískyggilegt þykir mér að Riis er ekki búið að opna líka en það rætist vonandi fljótt úr því..Bingó...

2 Comments:

  • At 3:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst nú húsbílapakkið amk skárra en bláa bílhræið sem er búið að standa í innkeyrslunni hér hjá mér í 1 ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

     
  • At 8:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bíddu við ???? burt með hræin!!!
    akkuru ferðu ekki meððað.

     

Skrifa ummæli

<< Home