Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, júní 21, 2008

Það er nú ekki hægt að hafa endalaust þjóðhátíðardag á blogginu hmm.
það hefur verið fínt útiveður og ég er búin að saga fullt af timbri í litlu húsasmiðjunni minni. Eitt hús hefur litið dagsins ljós,, gerði það í gær, það er á einni hæð eitt ris,hvítt með grænu þaki og sennilega kemur hér mynd af því bráðlega....Pjakkur hefur verið hér í vist.... hann sefur hér á eldhúsgólfinu og hrýtur og urrar upp úr svefni.
hann er hræddur við dyrabjöllur og í útvarpinu var spurningakeppni og heyrðist svona Bling ! og hann rauk á fætur upp úr letimóki og gelti eins og skrattinn sjálfur væri að koma í heimsókn annars er hann hinn rólegasti og nafna hefur farið með hann í reglulegar gönguferðir og það finnst honum gott.
Addi og Hildur og strákarnir eru á leið heim og eru með diskana mína ég er nú spennt að sjá þá.
Brosbolir klikkuðu á pöntuninni okkar , þar er einhver sauðska í gangi. en hvað um það, kanna það á mánudaginn.
Hvað gerir maður svo á jónsmessunótt í ár, er ekki alveg tilvalið að velta sér nakin upp úr dögginni samkvæmt þjóðtrúnni það ku gefast vel og vera mikil heilsubót og allar óskir manns munu rætast o.s.frv.
það var frekar kalt í fyrra en verður vonandi hlýrra núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home