Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 26, 2007

'Eg er hætt að vera með bílskúra á heilanum ..Búin að skipta um þessa bremsudiska ,klossa og aðra dæluna af því ég snerisundur bolta í hinni dælunni sko tekið áðí, Sat útií Sauðhúsi og barðist við þetta dót hálfan laugardaginn. og hafði betur í baráttunni Nema öðrum gamla diskinum náði ég enganveginn af hvernig sem ég lamdi hann með hamri, og ákallaði Bassa sem var að glíma við Rússann mér til hjálpar Hann reyndist kröftugri við þetta og réðist á diskinn með sleggjunni þá losnaði ófétið 'Eg snapaði mér smá leiðbeiningar í leiðinni því það er nú ekki á hverjum degi sem maður ræðst í svona stórvirki,og nú er þetta sem nýtt Komið í lag og betri bremsur en nokkurntíma í veraldarsögunni.
Danni kíkti þarna inn og heldur að ég gæti kannske líka skipt um brettið brotna sjálf. það væri nú gaman og ég kíki á það þegar ég kem heim.
Nú er ég að fara suður og smá til læknis ég er ekki alveg hress með það nenni því ekki og það kostar og svo hef ég ýmigust á að fara til læknis sem heitir Sigurpáll. 'Oþarfa áhyggjur af öllu. Mér var nær að vera að kvarta...
'Eg hlakka til að koma aftur vonandi á morgun eða miðvikudaginn.
Við 'Asta og Silja sáum um sunnudagaskólann og það gekk þrusuvel með aðstoð foreldra og barna.
Nú svo var fyrsta umferð Spurningakeppni sauðfjársetursinns í gærkvöldi og þar var fullt hús um 120 manns..Gaman að því.

laugardagur, febrúar 24, 2007

Er að klikkast, þarna er ég búin að ná í flotta bremsudiska í kaggann sem ég skrúfaði sjálf úr varahlutabílnum og svo er svo kalt úti að ég get ekki meikað það að sitja útundir vegg og koma þeim í. Það er hreinasta skömm að því að ég skuli ekki eiga bílskúr eins og lóðin hérna er stór og væri afbragðsfín undir flottan bílskúr, með upphituðu gólfi með ljósum flísum og harðviði í loftinu. Verkfærin öll í röð og reglu, og svo ætti ég risastórt topplyklasett, ljós til að hafa á hausnum ( ég á það nú reyndar) en ekki veit ég hvað hefur orðið af öllum lyklunum sem ég hef keypt gegnum tíðina. Oh Djöfull vildi ég að það rigndi niður helvítis peningum til að bruðla með í svona nokkuð. Svo væri ágætt að geta einangrað íbúðarhúsið, Keypt loftlista og gólflista og málningu og bárujárn, gluggakarma og nýja útihurð, aftur að bílskúrsmálum.
Það er alveg ferlegt að þeir tveir í fjölskyldunni sem eiga bílskúr eru bara t.d. ekkert fyrir það að eiga bílskúr.
En ég JónGísli og Nonni sem ættum skylirðislaust að eiga bílskúra höfum ekki enn haft tök á því að koma þeim upp.
Það er alveg ömurlegt að vera með bílskúr á heilanum nóg er nú samt...'A heilanum meina ég ..og svo er ég að verða svo gömul að það má fjandinn vita hvort ég drepst ekki bara án þess að hafa eignast bílskúr..það væri alveg hörmulegt....AAArrrrggggh

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Til hamingju elsku karlarnir í Strandagaldursstjórninni. Þið eruð vel að verðlaununum komnir og svo gaman að þessu öllu.
Einu þarf ég að rífast út af ....Hvaða morrans rugl er þetta með nafnið á Arnkötludalsveginum.. Þetta er enginn Tröllatunguheiði..kemur ekki nálægt Tröllatunguveginum ... gæti alveg eins verið Hrófárleið...verður ekki vegurinn lagður upp með Hrófánni. 'Eg fæ nú trúlega ekki að ráða því en það hlýtur að hafa verið skessa sem hét Arnkatla og hafi hún ekki verið þá bara að búa hana til gera hana að verndartákni fyrir veginn og hlaða styttu af henni. Arnkötluvegur er flott... Hvaða sauðir dauðans vita ekki um örnefni hér og á að láta þá ráða þessu sem þeir greinilega vita ekkert um...Svo hinu megin er Gautsdalur...þar hefur verið annað tröll sem hefur heitið Gauti og gera mætti styttu af honum þar. Þau yrðu svo sagnapersónur sem hefðu elskað hvort annað eins og Rómeó og Júlía ofl.ofl. og svo þegar þau ætluðu að hittast og giftast þá voru þau að drolla fram undir morgun og hafa sig til.og svo náði sólaruppkoman í þau og gerði þau að steinum af því það var enginn vegur kominn þarna....Hörmulegt það... Hver veit svo hvað hefði skeð ef þau hefðu náð saman. Kannske hefðu þau samt keypt Tröllatungu og búið þar útaf nafninu...Hver veit?

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Jamm og já vorið er ógeðslegasti tími ársins... eru ekki allir sammála. Pollar á götunum allt vaðandi í rusli. sólin að berjast við að skína á gömlu húsin sem molna niður, Það þarf að múra í holurnar og ryðskellurnar sem vetrarveðrin hafa mulið úr og sleikt málninguna af glotta á mann. Birtan eykst og allir vænta þess að fokking sumarið verði það besta í manna minnum....Frh seinna. En það er víst ekki komið vor ennþá bara febrúar, og enn getur komið hafís og rok og rigning ísbirnir gengju á land í stórum hópum....það væri nú samt dulítið spennandi allavega ef þeir ætu engann. þeir yrðu veiddir og skinnin af þeim greyjunum yrðu á gólfunum hjá manni fyrir framan arininn, og klærnar yrðu notaðar í hálsfestar.
'Eg er nú ekki oft að sýta fréttir því maður getur ekki gert neitt í málunum ..en samt.. þetta með trén í Heiðmörkinni finnst mér aaalveg agalegt. Og fyrir nokkrum árum þegar einhverjir viðbjóðir eyðilögðu garð sem gamall maður í Hafnarfirði hafði eytt ævi sinni í að koma upp af mikilli alúð.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolludagur allar konur búnar að vera á fullu í gær að baka góðar bollur til að gleðja aðra. 'Eg er í geðveikiskasti og mikla allt fyrir mér. Það getur svosem breyttst snarlega með góðri músik eða ef eitthvað væri nú skemmtilegt í sjónvarpinu í kvöld. fjandinn fjarri mér. 'Eg er bannsettur skítblankur vandræðagripur og vorkenni sjálfri mér ógurlega.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

vaknaði eldsnemma eftir að vera búin að fara eldsnemma að sofa í gærkvöldi.
Búin að standa mína plikt í sundklúbbnum á miðviku og fimmtudag og takáðí kílómetrann.
Veðrið var gott í gær þegar Guðfinnur vinur okkar var kvaddur það er eitthvað svo mikið atriði að það sé einmitt þannig.
Veður hefur alltaf svo mikið að segja fyrir okkur 'Islendinga við förum svo mikið eftir veðri. það sáldrar niður snjó í logni í morgun afar fallegt veður.
Og hálka á ýmsum vegum í útvarpsfréttum. vonandi að allir komist klakklaust til síns heima.
(Nú gera synir mínir grín að mér því mér gengur svo illa að koma kommum á réttan stað yfir stóru stafina ) verði þeim að góðu en stundum tekst þetta nú samt.
'Eg ætla að fara núna og tæla nöfnu mína með mér í sunnudagaskólan kl 11. okkur finnst svo gamnan að syngja ég held að ömmurnar fái líka að syngja með.
Svo er fundur í Sævangi kl eitt sem fjallar um vaxtarsprotaverkefni í sveitum. ég er að hugsa um að fara á hann . Er forvitin um verkefnið þótt ég haldi nú ekki að ég fari að gera miklar rósir í sveitinni. Hlusta á Andra Snæ og hitta fólk og sötra kaffi.
Verst að Ester er búin að búa til svo æðislegar kökur með kaffinu og ég er svo afskaplega lítið gefin fyrir einhvern meinlætalifnað í sambandi við kökur svo það er hætt við að eitthvað af þeim slæðist ofan í mig. EN...Það er nú sunnudagur .....
Rosalega finnst mér æðislegt að Strandagaldur skuli fá útnefningu til Eyrarrósarinnar. þetta er þvílík viðurkenning á verkefninu. Stjórnin fer og tekur við viðurkenningunni á miðvikudaginn.
Mjög spennandi.
Minn maður vann söngvakeppnina í gærkvöldi ...íhaaa... flottastur!!!!.... og lagið og textinn og flutningurinnalveg frábært.... Mér fannst samt hin lögin góð en hvað Friðrik 'Omar var fúll að vera ekki fyrstur æi greyskinnið.... "'Eg les í lófa þínum" Fallegt .
Er ekki annars konudagur í dag ???

mánudagur, febrúar 12, 2007

Það hefur verið frekar skrítinn dagurinn í dag. Skriðsundsklúbburinn mikli mætti á æfingu eftir hádegið og ég krafsaðist áfram ýmist á hvolfi eða á réttum kili sísökkvandi á hundasundi án hjálpartækjanna sem gleymdust í bílnum. Það gleymdist nú reyndar ýmislegt fleira. En æfingaprógrammið svínvirkar, og verður liðið tilbúið til keppni með vorinu með eða án hjálpartækja.
Kagginn minn þarfnast sárlega skottloksskiptingar, þó er eitt gott við þetta það er hægt að opna skottið þegar þarf.. án stóraðgerða.. ég sem fæ eiginlega aldrei harðsperrur er mjög einkennileg aftan í rasskinnunum eftir bröltið við opnun skottsins í gær.
Samt verður nú ekki hægt að hafa þetta svona þegar verður autt og ryk á vegunum. JónGísli minn prufaði í gær að klifra upp á bílinn og hoppa á efri brún loksins en ekkert dugði.
'Eg stakk upp á því að fara þarna upp hélt kannske að það dygði því ég er svo 'Olétt en honum leist ekki á það og hélt ég myndi örugglega bara detta niður.
'Eg fór í sunnudagaskólann í morgun og spilaði á gítar meðan börnin sungu , það var gaman og svo las Viktoría sögu af Nóaflóðinu börnin léku og Sabba las og þærLára stýrðu söng, Dóri Jóns geispaði svo mikið að það glumdi í kirkjunni og við reyndum að láta hann gera morgunleikfimi með börnunum svo hann vaknaði almennilega. Skúli og Siggi og 'Imail komu í kaffi í kvöld. Skúli er búinn að taka til í tölvunni fyrir mig og setja íslensk orð í staðinn fyrir ensk það er mjög fínt.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Jæja þá er ég búin að fara suður til höfuðborgarinnar.. og mikið var nú gott að koma heim.. 'I gær fór ég með 'Árdísi í útskriftina hennar í mannauðsstjórnun í endurmenntun háskólans það var í háskólabíói og alveg geysilega hátíðlegt.
Krílið var í jakkafötum og Metallicubol með sína óhefðbundnu og sérstöku klippingu. Við mættum vinkonu hennar og skólasystur sem var svo krúttleg og sæt með lítið hauskúpuhálsbindi... Alveg yndislegar ungar konur. Þetta var mjög gaman.
Svo fórum við HannaSigga í gærkvöldi í Smárabíó að sjá myndina Köld slóð. vaaá hún var þrælmögnuð.
Við fórum fram og aftur eða öllu heldur upp og niður með lyftu í leit að réttum útgangi og eftir nokkrar ferðir römbuðum við á réttan útgang og fundum bílinn eftir nokkra leit þetta var allt mjög spennandi.
'I morgun vaknaði ég svo klukkan sex alveg skelfingu lostin við þá hugsun að það hefur ekki verið hægt að opna skottið á bílnum mínum síðan á áramótum þegar Addi Tryggva opnaði það,( áður var ekki hægt að opna það) fór þar inn og lokaði á eftir sér.. Og ég sem ætlaði að taka skápinn hennar HönnuSiggu með norður.....'Ut fórum við hörkukvendi.. að vísu kl tíu og ég skreið aftur í skott og mölvaði plastið innan úr hurðinni og reyndi allt sem ég gat til að opna með hinum ýmsu töfrabrögðum og særingarþulum og sporjárni, meðan HannaSigga var að krókna fyrir utan. Að síðustu festist ég í skottinu og var lengi að snúa mér við því það var ekki hægt um vik til að vera með einhverjar leikfimisæfingar þarna. seinast brást mín margrómaða þolinmæði !!! og ég sparkaði hurðinni upp og eyðilagði hana. ('A aðra hér úti í garði)... Inn fór skápurinn og fullt af öðru dóti.. eitthvað var ég farin að urra yfir þessu skepnan, og lét það bitna á vesalings Hönnu Siggu sem átti ekkert nema allt gott skilið og var ekkert nema hjálpsemin eins og hún á svo mikið af. En allt lagaðist það og ég hefði aldrei getað þetta án hennar.
Síðan súrraði ég skottlokið aftur með kaðli sem ég batt í farþegasætið. Sigldi svo norður og söng Country Road á Holtavörðuheiðinni í glaða sólskini. Algjört kvikindi..

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Mikið rosalega finnst mér leiðinlegt þegar ég heyri fólk tala niður til annarra vegna þess að það líti "svona og svona út" dregið í dilka og kritiserað Sé feitt , aldrað, horað, eða bara eitthvað sem þessu blessaða fólki fellur ekki í geð. Það er óskaplega óþægileg tilfinning að heyra skoðanir sem dæma þig og aðra sem annars flokks manneskjur af því þú ert eitthvað sem því fellur ekki,og það er oft margvíslegt.
Auðvitað veit maður betur og á alls ekki að láta svona fara í taugarnar á sér, þar eð það er oft eitthvað að hjá viðkomandi sem veldur því að því fólki líður ekki vel og það kemur út í þessarri gagnrýni sem er auðvitað bara þess eigin skoðun og enginn kominn til að segja að það sé einhvert vit í því.
'Eg er svo dásamlega heppin að eiga vini sem eru ekki sífellt að horfa til manns með einhverri gagnrýni heldur líta bara á mann eins og maður er.
Og hægt er að vera hjá einlæg og sjálf án þess að mæta sífelldri gagnrýni.
þar þorir maður að tjá hugsanir sínar og er ekki lítillækkaður er sýnd virðing og ekki talað niður til manns.
Það er alveg ómetanlegt að eiga slíka vini og deila með þeim gleði sinni og líka ef maður er sorgmæddur.
Vera maður sjálfur án þess að finnast maður þurfa að biðjast afsökunar á því.
Vera einstök og bjartsýn, reyna að þroska með sér húmor og leyfa sér að hafa skoðanir án þess að þurfa að endilega að vera að vera steypa öðrum í einhvert mót.
Njóta lífsins, það er ekki svo langt.