Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 18, 2007

vaknaði eldsnemma eftir að vera búin að fara eldsnemma að sofa í gærkvöldi.
Búin að standa mína plikt í sundklúbbnum á miðviku og fimmtudag og takáðí kílómetrann.
Veðrið var gott í gær þegar Guðfinnur vinur okkar var kvaddur það er eitthvað svo mikið atriði að það sé einmitt þannig.
Veður hefur alltaf svo mikið að segja fyrir okkur 'Islendinga við förum svo mikið eftir veðri. það sáldrar niður snjó í logni í morgun afar fallegt veður.
Og hálka á ýmsum vegum í útvarpsfréttum. vonandi að allir komist klakklaust til síns heima.
(Nú gera synir mínir grín að mér því mér gengur svo illa að koma kommum á réttan stað yfir stóru stafina ) verði þeim að góðu en stundum tekst þetta nú samt.
'Eg ætla að fara núna og tæla nöfnu mína með mér í sunnudagaskólan kl 11. okkur finnst svo gamnan að syngja ég held að ömmurnar fái líka að syngja með.
Svo er fundur í Sævangi kl eitt sem fjallar um vaxtarsprotaverkefni í sveitum. ég er að hugsa um að fara á hann . Er forvitin um verkefnið þótt ég haldi nú ekki að ég fari að gera miklar rósir í sveitinni. Hlusta á Andra Snæ og hitta fólk og sötra kaffi.
Verst að Ester er búin að búa til svo æðislegar kökur með kaffinu og ég er svo afskaplega lítið gefin fyrir einhvern meinlætalifnað í sambandi við kökur svo það er hætt við að eitthvað af þeim slæðist ofan í mig. EN...Það er nú sunnudagur .....
Rosalega finnst mér æðislegt að Strandagaldur skuli fá útnefningu til Eyrarrósarinnar. þetta er þvílík viðurkenning á verkefninu. Stjórnin fer og tekur við viðurkenningunni á miðvikudaginn.
Mjög spennandi.
Minn maður vann söngvakeppnina í gærkvöldi ...íhaaa... flottastur!!!!.... og lagið og textinn og flutningurinnalveg frábært.... Mér fannst samt hin lögin góð en hvað Friðrik 'Omar var fúll að vera ekki fyrstur æi greyskinnið.... "'Eg les í lófa þínum" Fallegt .
Er ekki annars konudagur í dag ???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home