Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 24, 2007

Er að klikkast, þarna er ég búin að ná í flotta bremsudiska í kaggann sem ég skrúfaði sjálf úr varahlutabílnum og svo er svo kalt úti að ég get ekki meikað það að sitja útundir vegg og koma þeim í. Það er hreinasta skömm að því að ég skuli ekki eiga bílskúr eins og lóðin hérna er stór og væri afbragðsfín undir flottan bílskúr, með upphituðu gólfi með ljósum flísum og harðviði í loftinu. Verkfærin öll í röð og reglu, og svo ætti ég risastórt topplyklasett, ljós til að hafa á hausnum ( ég á það nú reyndar) en ekki veit ég hvað hefur orðið af öllum lyklunum sem ég hef keypt gegnum tíðina. Oh Djöfull vildi ég að það rigndi niður helvítis peningum til að bruðla með í svona nokkuð. Svo væri ágætt að geta einangrað íbúðarhúsið, Keypt loftlista og gólflista og málningu og bárujárn, gluggakarma og nýja útihurð, aftur að bílskúrsmálum.
Það er alveg ferlegt að þeir tveir í fjölskyldunni sem eiga bílskúr eru bara t.d. ekkert fyrir það að eiga bílskúr.
En ég JónGísli og Nonni sem ættum skylirðislaust að eiga bílskúra höfum ekki enn haft tök á því að koma þeim upp.
Það er alveg ömurlegt að vera með bílskúr á heilanum nóg er nú samt...'A heilanum meina ég ..og svo er ég að verða svo gömul að það má fjandinn vita hvort ég drepst ekki bara án þess að hafa eignast bílskúr..það væri alveg hörmulegt....AAArrrrggggh

2 Comments:

  • At 7:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ kanski vinnuru í lottói??

     
  • At 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    'EG 'ONei Stúlka mín

     

Skrifa ummæli

<< Home