Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Til hamingju elsku karlarnir í Strandagaldursstjórninni. Þið eruð vel að verðlaununum komnir og svo gaman að þessu öllu.
Einu þarf ég að rífast út af ....Hvaða morrans rugl er þetta með nafnið á Arnkötludalsveginum.. Þetta er enginn Tröllatunguheiði..kemur ekki nálægt Tröllatunguveginum ... gæti alveg eins verið Hrófárleið...verður ekki vegurinn lagður upp með Hrófánni. 'Eg fæ nú trúlega ekki að ráða því en það hlýtur að hafa verið skessa sem hét Arnkatla og hafi hún ekki verið þá bara að búa hana til gera hana að verndartákni fyrir veginn og hlaða styttu af henni. Arnkötluvegur er flott... Hvaða sauðir dauðans vita ekki um örnefni hér og á að láta þá ráða þessu sem þeir greinilega vita ekkert um...Svo hinu megin er Gautsdalur...þar hefur verið annað tröll sem hefur heitið Gauti og gera mætti styttu af honum þar. Þau yrðu svo sagnapersónur sem hefðu elskað hvort annað eins og Rómeó og Júlía ofl.ofl. og svo þegar þau ætluðu að hittast og giftast þá voru þau að drolla fram undir morgun og hafa sig til.og svo náði sólaruppkoman í þau og gerði þau að steinum af því það var enginn vegur kominn þarna....Hörmulegt það... Hver veit svo hvað hefði skeð ef þau hefðu náð saman. Kannske hefðu þau samt keypt Tröllatungu og búið þar útaf nafninu...Hver veit?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home