Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 26, 2007

'Eg er hætt að vera með bílskúra á heilanum ..Búin að skipta um þessa bremsudiska ,klossa og aðra dæluna af því ég snerisundur bolta í hinni dælunni sko tekið áðí, Sat útií Sauðhúsi og barðist við þetta dót hálfan laugardaginn. og hafði betur í baráttunni Nema öðrum gamla diskinum náði ég enganveginn af hvernig sem ég lamdi hann með hamri, og ákallaði Bassa sem var að glíma við Rússann mér til hjálpar Hann reyndist kröftugri við þetta og réðist á diskinn með sleggjunni þá losnaði ófétið 'Eg snapaði mér smá leiðbeiningar í leiðinni því það er nú ekki á hverjum degi sem maður ræðst í svona stórvirki,og nú er þetta sem nýtt Komið í lag og betri bremsur en nokkurntíma í veraldarsögunni.
Danni kíkti þarna inn og heldur að ég gæti kannske líka skipt um brettið brotna sjálf. það væri nú gaman og ég kíki á það þegar ég kem heim.
Nú er ég að fara suður og smá til læknis ég er ekki alveg hress með það nenni því ekki og það kostar og svo hef ég ýmigust á að fara til læknis sem heitir Sigurpáll. 'Oþarfa áhyggjur af öllu. Mér var nær að vera að kvarta...
'Eg hlakka til að koma aftur vonandi á morgun eða miðvikudaginn.
Við 'Asta og Silja sáum um sunnudagaskólann og það gekk þrusuvel með aðstoð foreldra og barna.
Nú svo var fyrsta umferð Spurningakeppni sauðfjársetursinns í gærkvöldi og þar var fullt hús um 120 manns..Gaman að því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home