Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Jæja þá er ég búin að fara suður til höfuðborgarinnar.. og mikið var nú gott að koma heim.. 'I gær fór ég með 'Árdísi í útskriftina hennar í mannauðsstjórnun í endurmenntun háskólans það var í háskólabíói og alveg geysilega hátíðlegt.
Krílið var í jakkafötum og Metallicubol með sína óhefðbundnu og sérstöku klippingu. Við mættum vinkonu hennar og skólasystur sem var svo krúttleg og sæt með lítið hauskúpuhálsbindi... Alveg yndislegar ungar konur. Þetta var mjög gaman.
Svo fórum við HannaSigga í gærkvöldi í Smárabíó að sjá myndina Köld slóð. vaaá hún var þrælmögnuð.
Við fórum fram og aftur eða öllu heldur upp og niður með lyftu í leit að réttum útgangi og eftir nokkrar ferðir römbuðum við á réttan útgang og fundum bílinn eftir nokkra leit þetta var allt mjög spennandi.
'I morgun vaknaði ég svo klukkan sex alveg skelfingu lostin við þá hugsun að það hefur ekki verið hægt að opna skottið á bílnum mínum síðan á áramótum þegar Addi Tryggva opnaði það,( áður var ekki hægt að opna það) fór þar inn og lokaði á eftir sér.. Og ég sem ætlaði að taka skápinn hennar HönnuSiggu með norður.....'Ut fórum við hörkukvendi.. að vísu kl tíu og ég skreið aftur í skott og mölvaði plastið innan úr hurðinni og reyndi allt sem ég gat til að opna með hinum ýmsu töfrabrögðum og særingarþulum og sporjárni, meðan HannaSigga var að krókna fyrir utan. Að síðustu festist ég í skottinu og var lengi að snúa mér við því það var ekki hægt um vik til að vera með einhverjar leikfimisæfingar þarna. seinast brást mín margrómaða þolinmæði !!! og ég sparkaði hurðinni upp og eyðilagði hana. ('A aðra hér úti í garði)... Inn fór skápurinn og fullt af öðru dóti.. eitthvað var ég farin að urra yfir þessu skepnan, og lét það bitna á vesalings Hönnu Siggu sem átti ekkert nema allt gott skilið og var ekkert nema hjálpsemin eins og hún á svo mikið af. En allt lagaðist það og ég hefði aldrei getað þetta án hennar.
Síðan súrraði ég skottlokið aftur með kaðli sem ég batt í farþegasætið. Sigldi svo norður og söng Country Road á Holtavörðuheiðinni í glaða sólskini. Algjört kvikindi..

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home