Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 12, 2007

Það hefur verið frekar skrítinn dagurinn í dag. Skriðsundsklúbburinn mikli mætti á æfingu eftir hádegið og ég krafsaðist áfram ýmist á hvolfi eða á réttum kili sísökkvandi á hundasundi án hjálpartækjanna sem gleymdust í bílnum. Það gleymdist nú reyndar ýmislegt fleira. En æfingaprógrammið svínvirkar, og verður liðið tilbúið til keppni með vorinu með eða án hjálpartækja.
Kagginn minn þarfnast sárlega skottloksskiptingar, þó er eitt gott við þetta það er hægt að opna skottið þegar þarf.. án stóraðgerða.. ég sem fæ eiginlega aldrei harðsperrur er mjög einkennileg aftan í rasskinnunum eftir bröltið við opnun skottsins í gær.
Samt verður nú ekki hægt að hafa þetta svona þegar verður autt og ryk á vegunum. JónGísli minn prufaði í gær að klifra upp á bílinn og hoppa á efri brún loksins en ekkert dugði.
'Eg stakk upp á því að fara þarna upp hélt kannske að það dygði því ég er svo 'Olétt en honum leist ekki á það og hélt ég myndi örugglega bara detta niður.
'Eg fór í sunnudagaskólann í morgun og spilaði á gítar meðan börnin sungu , það var gaman og svo las Viktoría sögu af Nóaflóðinu börnin léku og Sabba las og þærLára stýrðu söng, Dóri Jóns geispaði svo mikið að það glumdi í kirkjunni og við reyndum að láta hann gera morgunleikfimi með börnunum svo hann vaknaði almennilega. Skúli og Siggi og 'Imail komu í kaffi í kvöld. Skúli er búinn að taka til í tölvunni fyrir mig og setja íslensk orð í staðinn fyrir ensk það er mjög fínt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home