Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 20, 2007

Sat í gærkvöldi og horfði á tvær bíómyndir í tívíinu og saumaði í samanber textann "SINABER HÖND ÞÍN ER SÍFELLT SAUMANDI Í.. Ekkert syfjuð til kl hálf tvö..
Vaknaði og fór í trimmið gróf fyrst kaggann upp úr snjónum. Hitti Inda og Finnu sem á afmæli í dag.. Fór síðan heim og eldaði vondan hádegismat,, borðaði hann ekki, fór í heilsubað og langaði að laumast út á eftir í slopp til að gera engla í snjóinn á sólpallinum en þorði því ekki ef einhver myndi sjá til mín og þá yrði ég annað hvort kærð fyrir ósæmilega nekt á nærri því almannafæri eða að viðkomandi myndi deyja úr hræðslu. Nú er síðan eitthvert þorrahljóð í konunum , hittast á eftir kl eitt, svo þá getur fyrirhugaður torfæruakstur með Höllu á þeim flöskugræna ekki orðið, þar sem hún fer svo að vinna kl fjögur.... svei og fjandinn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home