Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, janúar 22, 2007

Aftur kominn mánudagur afskaplega hvítur og fagur allt snjóhvítt af frekar djúpum snjó.'Eg er ekki viss um að það sé heilsusamlegt að moka meiru af honum með handskóflu, 'Eg hf grun um að Halla sé stungin af til Hornafjarðar, allavega svarar ekki gemsinn hennar, og þá verð eg að drekka morgunkaffið mitt alein. sjitt...
'Eg er búin að baukast við að taka baðherbergið mitt smávegis í gegn mála og þrífa og henda gommu af drasli sem ég hélt að væri afar nauðsynlegt, það er allt annað að sjá þetta og flott að horfa í kring um sig ´þegar maður sest þarna niður. ég skrúfaði meir að segja upp rafmagnsdós sem Ölli reif einhverntíman lausa til að gá hvað væri undir henni held ég og var að leggja rafmagnið í eldhúsið niðri. Þetta hefur vaxið mér óskaplega í augum þeas. að ná í skrúfjárn ,skrúfu. plasttitt, og skrúfa þessa dós upp 'Eg er meir að segja búin að geyma lokið af henni í óratíma en loks hafði ég mig í þetta og nú er hún föst, lokuð og næs þarna í loftinu. brilliant...
Setti líka smá málningu kring um þvottavélina og það gjörbreyttist og þessi andstyggilegi bleiki litur sem ég málaði með þar einhverntíman í fornöld til að spara er á undanhaldi, gott mál það næsta skref er að taka meira til í þvottavélarhorninu, mér finnst þvottavélarhorn ekki nógu gott nafn á þennan flotta og gjörsamlega gjörnýtta stað, Hvað með miðstöðvarherbergi?? Hitakúturinn er nú þarna líka, og hillur og hengi fyrir ýmis verkfæri. Gólfflöturinn er að vísu dálítið tíkó ca. tveir og hálfur fermetri. öllu haganlega fyrirkomið , jú það er líka þvottakarfa þarna, útiföt og lappirnar af rainbow ryksugunni minni, fata með þvottadufti, flaska með mýkingarefni og þurkstatíf til að hengja þvott á. ég fékk kvörtun um að það sé ekki hægt að commenta á bloggið mitt af því það hverfi bara, mér finnst það nú skítt og vil fá að vita af hverju það stafar. ætla að spyrja Jón, Adda eða Sigga. Hannasigga getur samt commentað. Spurning.

2 Comments:

  • At 12:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hmmm... hver getur ekki kommentað hjá þér? Það er ekkert mál sýnist mér :)

     
  • At 6:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að þú segir það en þetta hefur nú skeð Eiithvað er vitlaust gert hlýtur að vera

     

Skrifa ummæli

<< Home