Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, janúar 15, 2007

'Eg vissi það að það er hægt að stóla á mánudagsmorgna til að vera í góðu skapi. Vaknaði yfirmáta eldhress og kíkti á snjóinn og krafsaði mig út úr dyrunum. það hefur alveg hrúgast niður þetta hvíta og búið að vera skítaveður framan af degi. 'Eg fór og verslaði helling af grænmeti til að svelta ekki í hel ef það yrði ófært út unm kjallaradyrnar því ekki dettur mér í hug að ganga um hinar,,,, Var að vesenast þetta fram og aftur og þegar ég var að elda mér grænmetisrétt í minningu Elludaga. var allt í einu komið sólskin úti , ég náði rétt að hugsa um að baka sólarpönnukökur áður en ég uppgötvaði það reyndust þó vera svaka bílljós sem lýstu inn um eldhúsgluggann. Og mér sýndist að einhver væri að reyna að keyra inn um gluggann, það reyndist vera Halla í torfæruakstri á (fallega flöskugræna bílnum), Við settumst í kaffidrykkju og grænmetisát og spjall um daginn..og veginn.. svo komu 'Asta og Dúna og við drukkum meira kaffi. Og sáum út um gluggann hvar Siggi kom með skóflu og sólstrandarhatt á hausnum og mokaði frá dyrunum og hvarf svo. ég kíkti til Jónu eftir að hafa farið í hálftíma brettagönguferð. eitthvað var ég nú stirð en ég hafði það... Dugleg ..Svaf pínulítið og missti af endanum á Leiðarljósi og fannst það afar leitt... en .....ekkert við því að gera..Og núna rétt áðan kom risavélskófla sem er að moka götuna og mokaði úr innkeyrslunni minni, það var nú fallega gert.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home