Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 18, 2006

Litla kisan mín er dáin..hún Skotta Dillirófa. Hún hafði lent í einhverju hræðilegu og ég fór með hana til læknis sem dró stóra flís úr bakinu á henni, þá virtist hún lagast en svo fór hún að fá stóra kúlu hinumegin sem stækkaði og stækkaði og hún hætti að geta farið upp stigann nema með hörmungum, ´hún var orðin eins og kameldýr með þessa kúlu og það mátti ekki snerta hana af því hún fann svo mikið til. Svo í gær þegar hún var úti þá hafði þetta opnast og var orðið að risastóru sári og hú lá bara og horfði afar angistarfull í kring um sig og var eiginlega eins og hún væri hryggbrotin.og svo dó hún bara. Kisulóran. 'Eg sakna hennar nú nú heyrist ekki lengur dynkur uppi kl 6 á morgnana og frekjulegt mjálm til að hleypa sér út. eða tipl í stiganum þegar hún var að hlunkast niður. Já það munar um svona kött.

6 Comments:

  • At 7:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já það er sorglegt þegar blessuð dyrin deyja:(

     
  • At 7:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ert þú komin með tölvu?????????????????

     
  • At 9:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æj æj litla sílið !!

     
  • At 9:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ja hérna. Voðalega hefur litla öfugskottan verið óheppin! Hvað skyldi eiginlega hafa komið fyrir greyið!

    Þú veður bara að fá þér aðra kisu. Það gengur ekki að hafa kisulaust hús

    Samúðarkveðja frá Kiðlingi

     
  • At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Heyrðu Snúlla mín!
    Viltu ekki koma og kenna okkur Svenju að prjóna sokka? Já og kannski eitthver fleiri vandræði?
    Kv. Kiðlingur

     
  • At 4:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ójú KIBBAKIBB hvenær skal vi byrja??

     

Skrifa ummæli

<< Home