Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 22, 2006

Nú er það sunnudagur. 'Eg var svakalegur dugnaðarforkur í gær í flísalögn og endaði með því að koma öllum flísunum á sinn stað líka í kring um innstungur sem ég var búin að vera að mjálmast yfir að ég gæti örugglega ekki. Skúli bauð mér í einstaklega kjarngóða og bragðgóða kjötsúpu uppi á búgarðinum á Víðidalsá og svo kraftmikil var súpan að það rauk úr eyrunum á mér þegar ég rauk heim til að til að klára verkið og sagaði flísar svo flísarnar ruku í allar áttir. og gaf svo sjálfri mér sumarfrí í verðlaun skellti mér í það og kom heim í morgun á tuttugu mínútum sléttum. Fimm mínútum of seint í æfingu hjá bjartsýniskvartettinum en var fyrirgefið seinlætið.
Vitið þið hvað það er gaman að saga flísar það er bókstaflega geggjað. Og svona flísasög er alveg kolgeggjað verkfæri...Jón Gísli lánaði mér hana.... Nú verð ég að fara í hausþvott ekki dugar að mæta með hanakamb úti á flugvelli að baula með kvartettinum mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home