Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 01, 2006

ÞAð er óhætt að segja að vikan er búin að vera lífleg í meira lagi, að ekki sé meira sagt.
Það eru galdrar og gjörningar í loftinu. Furðuvika. 'I dag varð ég skelkuð í meira lagi þegar ég fór í bíltúr með fjórum afkvæmum mínum á fjallajeppa Jóns Gísla. hann fór með okkur upp áHlíðarskarð.Gamla heyskaparveginn hans Jónatans. Samt væri ég nú alveg til í að fara þetta með honum aftur.. núna.. Því ég fékk að fara þarna niður aftur sjálf á bílnum..og það gekk bara vel. 'Ardís og Jón fóru með mér niður en Jón Gísli og Arnar löbbuðu fram fjallið. Þetta er þrusu vagn og vegurinn er snarbrattur og hallandi og ég veit ekki hvað. Fallegt útsýni, gamlar mógrafir og allskyns pyttir. Það var semsagt verið að smala í Steinadal eina ferðina enn. Síðan fór ég heim og bjó til tvo fiskrétti, annan góðan en hinn afar misheppnaðann...
'I gær var svo söngvarakeppnin það var svaka fjör og vel heppnað og má sjá ýmsar hryllingsmyndir af því á Strandavefnum. það er ekki hægt annað að segja en að mannskapurinn hafi gefið allt í þetta. Góður og kátur og skemmtilegur hópur... Það þjappar fólki saman að vera saman í söngstuði. Bjarni 'Omar átti náttúrlega veg og vanda af skipulagi þessu og á heiður skilinn. Og eins Rísfólkið "Hljómar eins og 'Isfólkið" að halda keppnina á sínum vegum.
Siggi Atla komst í fataskáp Báru Karls og var í Glimmer og bleiku dressi sem hann faldi undir galdrabúningnum til að byrja með. en reif sig síðan úr í miðju lagi. Aðrir voru venjulegri en samt allskonar trix í gangi. Það hafa verið æfingar alla vikuna.. en ég þurfti að æða til Reykjavíkur á fimmtudag fór með Ester og kom aftur á föstudag með Höllu. Augnlæknir kíkti í augun mín og gaf þeim bara góða einkunn og ég var ofsalega fegin. Var búin að vera smá áhyggjufull út af þessu.
Annað allt gott. Veður, stjörnur og norðurljós.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home