Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, október 31, 2006

Indriði móðurbróðir sem er mesti besservisser sem ég þekki fræddi mig á því í gær að staðurinn sem ég er að fara til standi á flekaskilum á sprungu sem opnast þá og þegar allavega búist jarðfræðingar við því alveg núna á næstunni samkvæmt nýjustu útreikningum og hverfur þá bærinn til ( helvítis)...Mín orð....það væri því vissara að halda sig heima ef maður vill ekki hitta þann gamla með hófana og skörunginn strax. Já það er margt sem ber að varast samkvæmt Indriða..
Einu sinni vorum við frændsystkynin ég og Simbi og Guðjón á Gili fara suður Þá tilkynnti minn maður Indriði með þungri áherslu jjaá þið farið nú ekki langt í dag,við vildum vita afhverju...Jú veðurspáin var svo ljót....Hann hafði reyndar heyrt bara á miðunum úti fyrir norðurlandi.... Læt ég svo þessum þðtti af Indriða lokið í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home