Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 16, 2006

Búin að smíða smávegis í síðustu viku. frekar löt var að dúlla við að prenta myndir á boli það er gaman en þær tolla ekki alveg nógu vel það er trúlega byrjendastraujunaratriði. 'Eg gerði tvær hrikalegar vitleysur í byrjun smíðaverkefnisins.en þær get ég nú lagað. 'Eg hef hangsað og étið of mikið og drukkið of mikið kaffi, en nú verð ég í smíðastuði á morgun mánudag væntanlega...held það... finnst það...
Það ríkti mikil eftirvænting í gær vegna söngvarakeppninnar, Það var kósí kaffi og kleinur í kaffistofu sauðfjársetursins í Sævangi frá þrjú til fimm og fannst mér gott að setjast niður að spjalla og hangsa meira, Svo heim í bað og enn betri slökun áður en ég reif mig upp og fór í veglega matarveislu á Café Riis...(Sem Rísfólkið s.b.r (ísfólkið)..bauð öllum sem tóku þátt í keppninni í), með þeim bestu svínum sem ég hef borðað steikt, og geggjað góðir kjúklingar . og Takk fyrir mig kæru Rísarar þetta var dásamlega góður matur. Stuðningshópur Adda mætti í bolum með áprentuðum myndum af Adda 'AFRAM ADDI...og Addi alveg nærri því táraðist þessi elska því við vorum svo flott og komum honum á óvart, og ég táraðist líka næstum því af því honum fannst þetta svo fallegt af okkur en hann átti það svo sannarlega skilið.
Fór svo með Adda og Hadda og Hrafnhildi fyrst í partí hjá 'Asdísi Leifs og svo á Rísball þar sem Stebbi Jóns og Bó (okkar þ.e. Bjarni Ómar) ekki Bó Hall... spiluðu fyrir dansi. þeir eru algjörir snillingar og gaman að hlusta á þá. Stuðmenn...
Letidagur í dag, var að koma mat í frystikistuna, og nú er útlit fyrir að verði smá vetur á morgun .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home