Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, október 24, 2006

Það er kominn vetur og smá hvítt úti en fínt veður. 'Eg er að drepast af því ég get ekki tekið ákvarðanir get ekki fjandinn hafi það ...ALDREI.. Algjör hringlandi og það á ofsahraða ég þekki enga manneskju sem getur skipt svona fjótt um skoðanir eins og ég. Eins og byssuskot bang bang og ég fer heilan hring í ákvarðanatöku snillingurinn.
Líka með allskonar rökstuðningi. Líka með eða móti. Og það sem ég geri eða geri ekki er alltaf samkvæmt skyndiákvörðunum. Smá sýnishorn: 'Eta ekki þennan súkkulaðimola !!! kannske gæti ég fitnað af honum...núnú ner þá feit fyrir... og steypi mér yfir hann á næsta andartaki og gleypi hann....Gott eða ekki ..Hann var nú afar góður á bragðið það hefði verið slæmt að missa af því...og svo er mjög æskilegt samkvæmt vísindalegum rannsóknum að það sé hollt fyrir konur að borða súkkulaði.

Taramtatammm.
'Eg ætla að vera afbragðs dugnaðarforkur í dag..og flýta mér að því áður en ég hætti við það,,kannske ekki í allan dag en...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home