Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 01, 2004

Eg er komin heim, það var alveg dásamleg heimkoma... eftir þriggja vikna dvöl í höfuðborginni. þar af frá fimmta apríl til tuttugasta og þriðja á Landsspítalanum , tvo daga á rauðakrosshótelinu. og fjóra daga heima hjá Hönzku. Þetta voru algjörir endurbóta og dekurdagar að ekki sé meira sagt, ''Eg náði að fara fjórum sinnum í sund og á leiksýningu á hundrað og einum Frábært... áður en ég fór í þetta niðurskurðardæmi, ( annað fólk fer í uppskurði). Síðan var ég í höndum lækna og hjúkrunarliðs sem lappaði upp á boddíið, líka frábært. Og ég er semsagt komin heim, með tvö smá göt á annarri hliðinni. ekki samt með slagsíðu gamla skútan. það stendur nú til bóta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home