Komin er eg í Kirkjubólstölvu enn. þetta er lúxus í annars tölvu hallærinu. ekki hefði mig grunað þetta um 1995 t.d. að ég ætti eftir að verða tölvuvædd kona og gífurlega háð tölvu í lagi.. það er eins og í gamla daga þegar ekki var rafmagn og ekki voru bráðnauðsynlegustu hlutir eins og þvottavél, þurrkari, eldavél, hrærivél, ryksuga, ísskápur, frystikista, og græjur, og fleira dót sem manni fannst fjarlægir hlutir. Svo þegar þetta var komið til búskaparsögunnar þá varð það eitthvað svo sjálfsagt og svolítið misjafnlega ómissandi. eins og tölvan mín er í dag..... raftækin komu reyndar ekki til búskaparsögu Steinadals fyrr en 1973 og 4.. þar áður var notast við salt og súr og bursta, grænsápu, sólóeldavél og þvottasnúrur, segulband og grammófón sem var knúið áfram með rafhlöðum. o.s.frv.
'Eg fór á tónleika út að Drangsnesi í gærkvöld það var Norðurljósakórinn og Gunnlaugur B. og Stefanía. það var gaman.
Stríðstertur og kaffi á eftir.
Stóra loftplötumálið er ekki komið í höfn og horfur með iðnaðnaðarmenn á reiki. ég er samt búin að fá ákveðnar hugmyndir um það hvernig það verði leyst. það að þurfa að bíða eftir svona nokkru á vægt til orða tekið ekki við mína framkvæmdaglöðu persónu.
'Eg fór á tónleika út að Drangsnesi í gærkvöld það var Norðurljósakórinn og Gunnlaugur B. og Stefanía. það var gaman.
Stríðstertur og kaffi á eftir.
Stóra loftplötumálið er ekki komið í höfn og horfur með iðnaðnaðarmenn á reiki. ég er samt búin að fá ákveðnar hugmyndir um það hvernig það verði leyst. það að þurfa að bíða eftir svona nokkru á vægt til orða tekið ekki við mína framkvæmdaglöðu persónu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home