Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, ágúst 30, 2006Hér koma svo risabláber og ilmreyr


Ekki er nú þetta mynd af bláberjum en hér er risakló að setja litla gamla beltavél á bílpall.


við Björk fórum að skoða risanjóla og bláber

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Það hefur verið margt um að vera undanfarið og gaman að vinna í því, Sauðfjársetrið með tvær magnaðar skemmtanir. Þar sem mætti fjöldi fólks og heppnaðist vel, það komu margir að undirbúningnum og var unnið af krafti. Félag eldri borgara var með aðalfund og mat og ball á eftir á Riis og ég er búin að hitta fjöldann allan af skemmtilegu fólki. Valdís skólasystir mín úr Skagafirðinum kom og við erum nú alltaf skemmtilegar saman og höfum um margt að tala.
Það er gaman og gott að hitta fólk sem er jákvætt og nýtur tilverunnar eftir því sem kostur er og reynir að gera það besta úr öllu. Og sem betur fer eru þeir í miklum meirihluta. því hrekkur maður við þegar einhver er með nöldur og nag út í allt og alla. það er eitthvað mikið að þegar einhverjum finnst allt ómögulegt sem aðrir gera og eru sífellt með skít og skammir um náungann. það er alveg ömurlegt fjandinn fjarri mér. Það er svo margt gott að gerast hér í kring um okkur og því ekki að horfa á það en ekki að vera eins og geðsjúklingar að búa til einhverja drullu og baða sig í henni.
'Eg ætti nú ekki að vera að láta það á mig fá. mér finnst yfirleitt gaman að lifa, fúska við margt, þekki fullt af virkilega góðu fólki og þarf ekki að vera að elta uppi nein dauðans leiðindi. Nóg er hægt að finna af viðfangsefnum og um að gera að dúlla sér í því sem maður ræður við. Mér finnst það t.d. algjör forréttindi að geta staðið í lappirnar og horft í kring um mig. Hugsið ykkur öll þau þægindi sem nútímafólk býr við. og samt erum við stundum alveg stútfull af einhverri græðgi í meira dót og samkeppni við náungann. Lífsmottó mitt : best að vinna vel og horfa á góðu hliðarnar. Og hippanna...Gera "það sem þú vilt , þar sem þú vilt og þegar þú vilt.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006Þetta verður sallafínt.
'A leið minni niður í Víkurtún að gefa kettinum Skotta sá ég hvar Nonni póstur stóð í stiga eins og sannur stigamaður vopnaður málningarbursta og búinn að mála helling og lítur þetta bara vel út hjá honum þetta er svo fallegt og áberandi hús að það er gaman að sjá það málast. 'Eg smellti mynd af málaranum.
Nú er unnið á fullu við að undirbúa helgina sem er sauðfjárseturshelgi með hagyrðingum og hrútum og hrútaunnendum og tilheyrandi góðum mat og kaffi eins og íslendingum er tamt þegar skal gera vel við gesti og gangandi. Þá verður á hagyrðingamótinu étið íslenska lambið með tilheyrandi meðlæti í félagsheimilinu á Hólmavík og rjómatertum mokað í sig á Sævangi daginn eftir . Þar verður einnig indælis kjötsúpa á borðum. Hrútarnir fá svo grængresi með tilheyrandi.

Við Brynjar og Björk fórum í dag í "sveitina hennar Bríönnu" og þar tíndu þau ásamt Höllu og krökkunum fullt af bláberjum.


Lítill hamingjusamur maður með fulla fötu af bláberjum

mánudagur, ágúst 21, 2006Brynjar í Steinó að klifra á hnyðjunni frá Brynka á Broddadalsá


'I skóginum heima hjá ömmu


Er þessi krummi dauður eða hvað?


Stelpubáturinn og sjávarguð jón


Bátsferð strákanna Brynjar í stafni


Betra að vera í vesti þegar farið er í sjóferð


Guji og Brynjar í sólskininu að gera að fiskinum
Já ég var sérlega ofvirk í fyrradag fór og smíðaði smávegis tvær risastórar hliðgrindur, málaði (ekki skrattann á vegginn) heldur bóndakarl með hrút og tvær kindur( ef fólk skyldi ekki sjá hvaða skepnur þetta eru) á vegginn á hænsnakofanum á Kirkjubóli á Hundatanganum, fór svo út í kirkjugarð og málaði þar eitt leiði.....Æddi síðan heim og bakaði kleinur og vandræði....
Svo í dag fórum við ég og Brynjar minn ömmustrákur í ævintýraferð yfir að 'Ospakseyri til Guja ,Möggu og 'Agústu Höllu. ÞAð var nú aldeilis gaman. Brynjar tíndi fullt af skeljum í fjörunni.fór í bátsferð og undi sér hið besta . Nú ættu að koma nokkrar myndir frá þessari ferð....


Sérlega óhugnanleg
SKO... Þessar fínu myndir sem ég tók af þeim Jónunum mínum að smíða eru horfnar úr tölvunni. Það sýnir sig því á næstu mynd að sólin hefur horn..Vonandi hafa þeir ekki bráðnað...

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Renndi ég svo ekki til Reykjavíkur á Kagganum og verslaði pústkerfi , hveiti ,Garn og fleira. og tók í bakaleiðinn þær myndir sem birtast hér að ofan þar sem ég hitti Jón Gísla og Nonna tengdó sem voru smíða í Fjarðarhorni í Hrútafirði, Þar var Þvílíkur steikjandi hiti sólskinið...vaaaá
Gamla galdraskvísan 'Eg, fór í frábæra grillveislu á síðustu helgi og þar var margt ljúffengt á boðstólum eins og td. súpa sú sem hér sést á myndinni fyrir neðan. kökur steiktar yfir eldi. allskyns salöt og meiri háttar eplakaka. þar voru ýmsir skemmtikraftar góð músik og afspyrnugott veður. Míla hélt að hún væri aðalnúmerið eins og sjá má á myndunum og endaði með því að vera send inn að sofa eftir að hafa reynt að éta sessurnar úr stólunum.


Gómsæt súpan kraumar í pottunum..mmmm..


Drottningin vill fá lakkaðar á sér neglurnar


Míla í grillveislu


Svona er sumarið 2006


Brynjar og amma


Jesús klappar lærisveinunum í kirkjunni í Flatey


Addi, Tómas og Brynjar á Barðaströndinni


'Eg Hildur og Brynjar úti í Flatey á þessum forljóta vagni

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Framhald ferðasögunnar. svaf eins og grjót í bústaðnum. fór um morguninn og prófaði pínulitlu sundlaugina sem er þarna hún er fín svona mini.,
Eftir hádegið fórum við svo aftur að ferðast. 'Ut Barðaströndina. Yfir Kleifaheiði 'a Patró þar skoðuðum við í búðir og fengum okkur kaffi á stað sem heitir Þorpið. og fengum þar hina bestu þjónustu. Þarna er pínulítil búð fyrir Tojotur og kagginn fék nýja smursíu. (Sú gamla er orðin ævagömul). 'Eg keypti tvo pakka af Skrímslakaffi og rótsterkt marmelaði með engifer og cajennpipar. Það logar nærri því upp úr dósinni þegar hún er opnuð. Flott fyrir skottur. ÞAð eru málaðar flottar myndir á veggi út um allan bæ af atvinnu lífinu og fleiru.. 'Afram var svo haldið. Yfir Kjöl, 'Eg hélt nú satt að segja að hann væri annarsstaðar, en það er svosem líka Kjölur í Kaldrananeshreppi á Ströndum... Meiri árans fjallvegirnir þetta á Vestfjörðum...En góður vegur, allt malbikað..'A Tálknafjörð komum við það er flottur bær..og þar fórum við í sund. Þar er byggingin við sundlaugina eins og félagsheimilið hér nema það hefur verið gengið frá þakkantinum þar.... Næsta atriði var að fara yfir fjallið Hálfdán og síðan skildu leiðir, Þau foru út í Bíldudal og Selárdal en ég áleiðis í Flókalund aftur Fór eftir snarbröttum hlíðum upp á Dynjandisheiði og niður Tröllaskarð. Þegar ég renndi niður að vegaskilti við Flókalund stóð þar fólk hjá svörtum flottum jeppa starði á mig og kaggann og sagði hæ. 'Eg var eins og álfur út úr hól en ekki lengi. þetta voru
Viktoría og Jameson og börn, Eftir að hafa spjallað við þau dágóða stund, lagði ég af stað heim. Yfir Kletts, 'Odrjúgs og Hjallahálsa, í glaða sól plús Þorskafjarðarheiði, Þar var blindþoka og sólarlaust hér megin fjalla. Góð ferð og gaman.
'Eg galdraskvísan gamla er búin að fara í ferðalag. Fór í fyrradag klukkan nákvæmlega hálf tíu, Æddi af stað á Kagganum sem er ennþá tandurhreinn eftir síðustu heimsókn Hönnu Siggu. Með Rauðhettukörfuna ( þó ekki kökur og vín) eins og Rauðhetta. en hreina sokka , gleraugu, tannbursta, glæpasögu, og sitthvað fleira smálegt. Var næstum búin að gleyma varadekkinu og peningum sem er víst skynsamlegra að hafa með í ferðalög, Svo semsagt tætti af stað yfir fyrsta fjallveginn, Þorskafjarðarheiði...
Síðan Hjallaháls,'Odrjúgsháls, Klettsháls og í Flókalund þar sem Addi, Hildur og Brynjar voru í sumarbústað. Kom rétt mátulega fimm mínútur yfir tólf til að fara ásamt þeim í Ferjuna Baldur, og við fórum út í Flatey og vorum þar að skoða okkur um til klukkan sex þegar ferjan kom aftur frá Stykkishólmi og með henni glaður ungur maður með stóra tösku Tómas Andri.. 'Uti í Flatey fórum við og fengum okkur veitingar og þurftum ekkert að bíða eftir þeim þó þarna væri fullt af fólki og afgreiðslufólkið var með bros á vör. Komin heim í bústaðinn grillaði Addi og Hildur bjó til dýrindis kartöflurétt og að því loknu og litlu mennirnir farnir að sofa kenndu þau mér að spila Yatsí. ferlega skemmtilegt. frh.