Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

'Eg galdraskvísan gamla er búin að fara í ferðalag. Fór í fyrradag klukkan nákvæmlega hálf tíu, Æddi af stað á Kagganum sem er ennþá tandurhreinn eftir síðustu heimsókn Hönnu Siggu. Með Rauðhettukörfuna ( þó ekki kökur og vín) eins og Rauðhetta. en hreina sokka , gleraugu, tannbursta, glæpasögu, og sitthvað fleira smálegt. Var næstum búin að gleyma varadekkinu og peningum sem er víst skynsamlegra að hafa með í ferðalög, Svo semsagt tætti af stað yfir fyrsta fjallveginn, Þorskafjarðarheiði...
Síðan Hjallaháls,'Odrjúgsháls, Klettsháls og í Flókalund þar sem Addi, Hildur og Brynjar voru í sumarbústað. Kom rétt mátulega fimm mínútur yfir tólf til að fara ásamt þeim í Ferjuna Baldur, og við fórum út í Flatey og vorum þar að skoða okkur um til klukkan sex þegar ferjan kom aftur frá Stykkishólmi og með henni glaður ungur maður með stóra tösku Tómas Andri.. 'Uti í Flatey fórum við og fengum okkur veitingar og þurftum ekkert að bíða eftir þeim þó þarna væri fullt af fólki og afgreiðslufólkið var með bros á vör. Komin heim í bústaðinn grillaði Addi og Hildur bjó til dýrindis kartöflurétt og að því loknu og litlu mennirnir farnir að sofa kenndu þau mér að spila Yatsí. ferlega skemmtilegt. frh.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home