'Eg galdraskvísan gamla er búin að fara í ferðalag. Fór í fyrradag klukkan nákvæmlega hálf tíu, Æddi af stað á Kagganum sem er ennþá tandurhreinn eftir síðustu heimsókn Hönnu Siggu. Með Rauðhettukörfuna ( þó ekki kökur og vín) eins og Rauðhetta. en hreina sokka , gleraugu, tannbursta, glæpasögu, og sitthvað fleira smálegt. Var næstum búin að gleyma varadekkinu og peningum sem er víst skynsamlegra að hafa með í ferðalög, Svo semsagt tætti af stað yfir fyrsta fjallveginn, Þorskafjarðarheiði...
Síðan Hjallaháls,'Odrjúgsháls, Klettsháls og í Flókalund þar sem Addi, Hildur og Brynjar voru í sumarbústað. Kom rétt mátulega fimm mínútur yfir tólf til að fara ásamt þeim í Ferjuna Baldur, og við fórum út í Flatey og vorum þar að skoða okkur um til klukkan sex þegar ferjan kom aftur frá Stykkishólmi og með henni glaður ungur maður með stóra tösku Tómas Andri.. 'Uti í Flatey fórum við og fengum okkur veitingar og þurftum ekkert að bíða eftir þeim þó þarna væri fullt af fólki og afgreiðslufólkið var með bros á vör. Komin heim í bústaðinn grillaði Addi og Hildur bjó til dýrindis kartöflurétt og að því loknu og litlu mennirnir farnir að sofa kenndu þau mér að spila Yatsí. ferlega skemmtilegt. frh.
Síðan Hjallaháls,'Odrjúgsháls, Klettsháls og í Flókalund þar sem Addi, Hildur og Brynjar voru í sumarbústað. Kom rétt mátulega fimm mínútur yfir tólf til að fara ásamt þeim í Ferjuna Baldur, og við fórum út í Flatey og vorum þar að skoða okkur um til klukkan sex þegar ferjan kom aftur frá Stykkishólmi og með henni glaður ungur maður með stóra tösku Tómas Andri.. 'Uti í Flatey fórum við og fengum okkur veitingar og þurftum ekkert að bíða eftir þeim þó þarna væri fullt af fólki og afgreiðslufólkið var með bros á vör. Komin heim í bústaðinn grillaði Addi og Hildur bjó til dýrindis kartöflurétt og að því loknu og litlu mennirnir farnir að sofa kenndu þau mér að spila Yatsí. ferlega skemmtilegt. frh.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home