Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Nú er unnið á fullu við að undirbúa helgina sem er sauðfjárseturshelgi með hagyrðingum og hrútum og hrútaunnendum og tilheyrandi góðum mat og kaffi eins og íslendingum er tamt þegar skal gera vel við gesti og gangandi. Þá verður á hagyrðingamótinu étið íslenska lambið með tilheyrandi meðlæti í félagsheimilinu á Hólmavík og rjómatertum mokað í sig á Sævangi daginn eftir . Þar verður einnig indælis kjötsúpa á borðum. Hrútarnir fá svo grængresi með tilheyrandi.

Við Brynjar og Björk fórum í dag í "sveitina hennar Bríönnu" og þar tíndu þau ásamt Höllu og krökkunum fullt af bláberjum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home