Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Það hefur verið margt um að vera undanfarið og gaman að vinna í því, Sauðfjársetrið með tvær magnaðar skemmtanir. Þar sem mætti fjöldi fólks og heppnaðist vel, það komu margir að undirbúningnum og var unnið af krafti. Félag eldri borgara var með aðalfund og mat og ball á eftir á Riis og ég er búin að hitta fjöldann allan af skemmtilegu fólki. Valdís skólasystir mín úr Skagafirðinum kom og við erum nú alltaf skemmtilegar saman og höfum um margt að tala.
Það er gaman og gott að hitta fólk sem er jákvætt og nýtur tilverunnar eftir því sem kostur er og reynir að gera það besta úr öllu. Og sem betur fer eru þeir í miklum meirihluta. því hrekkur maður við þegar einhver er með nöldur og nag út í allt og alla. það er eitthvað mikið að þegar einhverjum finnst allt ómögulegt sem aðrir gera og eru sífellt með skít og skammir um náungann. það er alveg ömurlegt fjandinn fjarri mér. Það er svo margt gott að gerast hér í kring um okkur og því ekki að horfa á það en ekki að vera eins og geðsjúklingar að búa til einhverja drullu og baða sig í henni.
'Eg ætti nú ekki að vera að láta það á mig fá. mér finnst yfirleitt gaman að lifa, fúska við margt, þekki fullt af virkilega góðu fólki og þarf ekki að vera að elta uppi nein dauðans leiðindi. Nóg er hægt að finna af viðfangsefnum og um að gera að dúlla sér í því sem maður ræður við. Mér finnst það t.d. algjör forréttindi að geta staðið í lappirnar og horft í kring um mig. Hugsið ykkur öll þau þægindi sem nútímafólk býr við. og samt erum við stundum alveg stútfull af einhverri græðgi í meira dót og samkeppni við náungann. Lífsmottó mitt : best að vinna vel og horfa á góðu hliðarnar. Og hippanna...Gera "það sem þú vilt , þar sem þú vilt og þegar þú vilt.

2 Comments:

  • At 12:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Snúlla, þú ert nú alveg hreint út sagt alveg dásamleg, ég er svo innilega sammála þér. Gat ekki stillt mig um að commenta á það sem þú segir hérna.Hérna er smá vísukorn til gamans:
    Á meðan falleg sólin sést
    og sest og rís í þínu hjarta
    þá ertu viss að allt sé best
    þá áttu sólargeisla bjarta.
    Kær kveðja, Eyþór kennari

     
  • At 4:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir þín fallegu orð Eyþór og takk fyrir lagið fyrir hamingjudagana sem þú sendir mér í vor.

     

Skrifa ummæli

<< Home