Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Framhald ferðasögunnar. svaf eins og grjót í bústaðnum. fór um morguninn og prófaði pínulitlu sundlaugina sem er þarna hún er fín svona mini.,
Eftir hádegið fórum við svo aftur að ferðast. 'Ut Barðaströndina. Yfir Kleifaheiði 'a Patró þar skoðuðum við í búðir og fengum okkur kaffi á stað sem heitir Þorpið. og fengum þar hina bestu þjónustu. Þarna er pínulítil búð fyrir Tojotur og kagginn fék nýja smursíu. (Sú gamla er orðin ævagömul). 'Eg keypti tvo pakka af Skrímslakaffi og rótsterkt marmelaði með engifer og cajennpipar. Það logar nærri því upp úr dósinni þegar hún er opnuð. Flott fyrir skottur. ÞAð eru málaðar flottar myndir á veggi út um allan bæ af atvinnu lífinu og fleiru.. 'Afram var svo haldið. Yfir Kjöl, 'Eg hélt nú satt að segja að hann væri annarsstaðar, en það er svosem líka Kjölur í Kaldrananeshreppi á Ströndum... Meiri árans fjallvegirnir þetta á Vestfjörðum...En góður vegur, allt malbikað..'A Tálknafjörð komum við það er flottur bær..og þar fórum við í sund. Þar er byggingin við sundlaugina eins og félagsheimilið hér nema það hefur verið gengið frá þakkantinum þar.... Næsta atriði var að fara yfir fjallið Hálfdán og síðan skildu leiðir, Þau foru út í Bíldudal og Selárdal en ég áleiðis í Flókalund aftur Fór eftir snarbröttum hlíðum upp á Dynjandisheiði og niður Tröllaskarð. Þegar ég renndi niður að vegaskilti við Flókalund stóð þar fólk hjá svörtum flottum jeppa starði á mig og kaggann og sagði hæ. 'Eg var eins og álfur út úr hól en ekki lengi. þetta voru
Viktoría og Jameson og börn, Eftir að hafa spjallað við þau dágóða stund, lagði ég af stað heim. Yfir Kletts, 'Odrjúgs og Hjallahálsa, í glaða sól plús Þorskafjarðarheiði, Þar var blindþoka og sólarlaust hér megin fjalla. Góð ferð og gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home