Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Sjónvarpið Stundin okkar, síðan verður sýnt endurtekið frá ólympíuleikum síðasta sunnudags OOO ég gæti drepið..
Jæja smá úttekt á mér.
Skemmtilegustu bíómyndir sem sem ég hef horft á.
Dóttir kolanámumannsins. með Sissý Spacek
The three fugtives. með Nick Nolte
Down and out in Beverly Hills með sama aðalleikara
Grace Quigley líka með sama.

Skemmtilegustu sjónvarpsþættir sem ég hef horft á.
Íslenska Idolið
Gæfa eða gjörvuleiki (Nick Nolte)
Guiding light
Bráðavaktin
Spaugstofan

Besti maturinn sem ég smakka
Steiktur rauðmagi
Ýmsir Idolréttir
Rétturinn
Saltkjöt og baunir.
Lambakótelettur í raspi


Uppáhalds bækurnar mínar sem ég les oft.
Glitra daggir grær fold.. og frh af því.. Allt heimsins yndi.. eftr Margit Söderholm
Hellubæjarbækur ...Margit Söderholm.
Jónsvökudraumur og frh. Á konungs náð. eftir (Per Olof Sundstrom) með fyrirvara
Ísfólkið 42 bækur eftir Margit Sandemo.
Vinirnir... eftir Eric Maria Remarq.
Harðfengi og hetjulund eftir Alfred Lansing
Halla og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta
Tengdadóttirin og Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi.
Sól í hádegisstað, Dag skal að kveldi lofa, Eigi má sköpum renna og ein enn eftir Elínborgu Lárusdóttur

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Það var opið hús í Steinhúsinu í gær fjör og fínt Súkkulaði og vöfflur Kaffi og kleinur fullt af fólki að líta inn.gaman. Á morgun á aftur að reyna að byrja á vatnslitanámskeiðinu, nú á föstudag Idol, á laugardag menningarkvöld skólans á sunnudaginn spurningakeppni sauðfjársetursins. Hildur ,Brynjar og Addi ætla að koma.Gaman gaman.
Veturinn endaði eins fljótt og hann byrjaði fyrir viku... síðan hafa verið allar tegundir af veðri...þetta er eitt af þessum endalaust leiðinlegu kvöldum sem engan enda ætla að taka.. orsökin er þessir hryllilega leiðinlegu Ólympíuleikar sem eru alveg að gera endanlega út af við mann,, nú er það listhlaup fjandans á skautum það vantar ekki að þetta er flott en smá brot af því væri nú nóg . Af hverju ætli sé ekki sýnt af þessu á sérstakri íþrótta rás í staðinn fyrir að eyðileggja fyrir öllum þeim sem langar að horfa á eitthvað annað. þetta er ekki hægt ..og svo handboltar og knattspyrna dauðans. Og svo er fólk að fárast yfir Sylvíu Nótt. Hún er nú skemmtileg persónusköpun, Sem náttúrlega hneykslar líka skinheilagar kellur sem halda sig vera svo yfirmáta heilagar og siðprúðar með geislabaugana á lofti ... vaaá og karlarnir..... ÞAð er nú munur að sjá Birgittu Haukdal stynja þeir upp.. Og víst er munur...en Þeir ættu nú bara að fá sér dúkku þ.e. Birgittu Haukdal dúkku til að fitla við... Jamm virðum skoðanir annarra....

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Nú er það svart maður. kominn vetur allt í skafrenningi og ógeði ,Námskeiði, Idolkvöldi, Þorrablóti örugglega öllu frestað og hér sit ég með hor, kagginn er blautur úti og fer ekki í gang það hefur skafið inn á vélina, ekkert Leiðarljós í dag, Kötturinn er í stuði búinn að slíta aðra löppina af músinni sem Hanna Sigga gaf honum í jólagjöf, og hendist hér fram og aftur eins og vitleysingur með þessa löpp og veiðir hana aftur og aftur, hann hefur hinsvegar ekki litið við músinni sjálfri, meira vanþakklætið. ÞAð sést ekki út á bryggju fyrir fokking snjókomu.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Á morgun Byrjar námskeið í vatnslitamálun. það verður spennandi. og á föstudaginn er ædolkvöld líka spennandi. Á laugardaginn þorrablót í Sævangi. Trúlega hið síðasta. svo verður Broddaneshreppur sameinaður við Hólmavík og þá kemur fólk bara hingað á blót. Simmi bróðir og Dísa koma kannske á blótið svo ég verð að fara líka, maður hittir þau svo sjaldan. Þetta er nú kannske yfirskin til að fara út að borða og troða sig út af rammíslenskum mat. Mér finnst flott ef sveitirnar sameinast. Og Strandir saman og þá með Norðurlandi vestra ef þarf að fara lengra. ekkert Ísafjarðar kjaftæði, kannske Reykhólasveitin þegar Arnkötludalur verður vegur. verst að það er ekki hægt að fá nafn af viti á þennan vegarskratta , ReykStrandaleið, Vonar-(holts)Strandaleið, Nei... Var Arnkatla Skessa? Þá verður þetta sennilega að heita í hausinn á henni. Bölvað bull. En " Leið fjögur."
Það er alltíeinu komið vetrarveður oj bara, maður vill alltaf hafa hlýindi og sólarstrandarfíling. En norðaustan .. nei ..ekki nema í einum tilgangi og það er að þá rekur timbur á fjörur á Gálmaströnd og Kirkjubóli. Ég sá í gær skrítinn staur sem var að velkjast í briminu við ströndina hennar Bellu, það var rót á endanum á honum. það þyrfti að taka nokkra daga í að fá timbur í eins og eitt hús. Og svo blíðviðri. o jamm. Ég held það sé að hrúgast í mig kvef. en þá er að brugga allskyns galdraseyði og hrekja það á brott aftur hið fyrsta. Ég hef ekki fengið kvef í heilt ár eða meira.
Ég er búin að mála eina sög. Þverskera.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Myndir af Bjarteyju, Ásdísi 1 og 2, Hafdísi og Skottu.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Ég var að horfa á keppnina fyrir eurovision, ég var alveg að drepast úr fokking leiðindum. Á eftir var spaugstofan afar furðuleg í svarthvítu ekki spennandi... á eftir var dauðans hrútleiðinleg mynd Ég kíkti á textavarpið það er þó Guiding Light á mánudaginn, eitthvað að hlakka til. Nú er það orðið að draugasögu, ég verð að segja að það lýsir mikilli hugkvæmni. Hér ríkir algjört andleysi á laugardagskvöldi. Og nú er að byrja ei hryllingsmynd í viðbót.
Já það er stafalogn og blíða. Það var Idolkvöld í gær...og afar gott veður í dag.. það segir töluvert. 10 ára afmæli neyðarlínunnar í dag. og sýning á hjálpartækjum slökkviliðsins, björgunarsveitarinnar, sjúkrabíll og lögregla og kaffi sem kvenfélagið sá um.
Hafdís Björk, Ási og Bjartey Líf komu í heimsókn. Ég á eftir að setja hér myndir af þeim.

Burstabærinn og fólkið sem í honum mun búa.

My Rocket

mánudagur, febrúar 06, 2006

Addi og Hildur brunuðu suður í gær og gekk vel fínt færi og allt eins og á sumardegi. Það var rosagaman að fá þau í heimsókn og á þorrann. Þetta var skemmtilegur þorri, skemmtiatriðin mjög skemmtileg og maturinn góður og hljómsveitin fín.
Við borðið okkar voru fimm fjölskyldur mínar Hugsa sér. Ég finn ekki nógu fallegt orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu sem fylgdi því.

Þegar ég var búin að fara út að Kirkjubóli eftir ballið gerðist sá skemmtilegi og merkilegi atburður að þegar ég var stödd á hæðinni fyrir innan Hrófá, hoppaði kílómetramælirinn á vodafone kagganum yfir á 400.000 km. Hahaha Verst að það vantar á þennan mælir ca 60.000 km. Draumurinn er að vélin endist í 500.

Í gær horfðum við á sjónvarpið frá laugardagskvöldinu, undankeppnin fyrir Júróvision, Það er nú ekki spurning að senda Sylvíu Nótt út hún er algjört rassgat og kominn tími til að fari eitthvað hressandi kvenkyns fyrirbæri til að brjóta upp hefðina sem virðist komin á eitthvert væmið ástarvæl dauðans og kjólasýningar. Áfram með Sylvíu nótt...

Í dag fór ég og skrúfaði þökin á stútabæinn. Ég fékk líka eina pöntun í annan bæ . þá eru komnar tvær. Vaaaá . Ég fengi nú reyndar ekki gullskrúfjárnið fyrir það sem ég var að gera í dag , byrjaði á að skrúfa þrjú af þökunum öfug á en gat reddað því og snúið þeim við, svo tók við algjört basl við að saga listana framan undir þökin, úff... sögin er alveg grjótföst svo ég gat ekki snúið henni í 40 gráður. Sargaði þetta samt í sundur. Nú er bara að fá frostlaust til að mála.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það finnast ýmsir furðufuglar og dýr í kring um ferðaþjónustu Esterar á Kirkjubóli

Annað hús í byggingu á litla smíðaverkstæðinu mínu

Kannske hafa þeir veitt þetta fallega sjávarfang.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Á sjó..Víkingar tóku land við kirkjuból.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Nonni Villa bjó til tjörn hér fyrir framan garðinn minn og nú vil ég fá gangstétt líka þá getur fólk labbað eftir gangstéttinni í sparifötum og svo keyrir maður í tjörninni og skvettir á það.. vvaaá.. annars þetta er fínt og afmarkar götuna svolítið og þetta er einskonar hallarsíki og mér dettur í hug að setja mætti vindubrú yfir það. Svo vantar mislæg gatnamót við hornið á Höfðagötu og Gámasvæðinu. þar er árekstrahætta.
Jæja nú skín sólin !
Idol í kvöld og þorrablót á morgun!
Upp í skáp með Jólaskrautið. Ég er búin að reyna að þylja yfir því gamlar galdraþulur til að láta það svífa sjálft þarna upp og raða sér í hillur en sennilega gagnast ekki svona þulur við jólaskraut eð ég væri þá hrædd um að ég sæi á eftir því út í gám eða þannig.