Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Það er alltíeinu komið vetrarveður oj bara, maður vill alltaf hafa hlýindi og sólarstrandarfíling. En norðaustan .. nei ..ekki nema í einum tilgangi og það er að þá rekur timbur á fjörur á Gálmaströnd og Kirkjubóli. Ég sá í gær skrítinn staur sem var að velkjast í briminu við ströndina hennar Bellu, það var rót á endanum á honum. það þyrfti að taka nokkra daga í að fá timbur í eins og eitt hús. Og svo blíðviðri. o jamm. Ég held það sé að hrúgast í mig kvef. en þá er að brugga allskyns galdraseyði og hrekja það á brott aftur hið fyrsta. Ég hef ekki fengið kvef í heilt ár eða meira.
Ég er búin að mála eina sög. Þverskera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home