Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Addi og Hildur brunuðu suður í gær og gekk vel fínt færi og allt eins og á sumardegi. Það var rosagaman að fá þau í heimsókn og á þorrann. Þetta var skemmtilegur þorri, skemmtiatriðin mjög skemmtileg og maturinn góður og hljómsveitin fín.
Við borðið okkar voru fimm fjölskyldur mínar Hugsa sér. Ég finn ekki nógu fallegt orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu sem fylgdi því.

Þegar ég var búin að fara út að Kirkjubóli eftir ballið gerðist sá skemmtilegi og merkilegi atburður að þegar ég var stödd á hæðinni fyrir innan Hrófá, hoppaði kílómetramælirinn á vodafone kagganum yfir á 400.000 km. Hahaha Verst að það vantar á þennan mælir ca 60.000 km. Draumurinn er að vélin endist í 500.

Í gær horfðum við á sjónvarpið frá laugardagskvöldinu, undankeppnin fyrir Júróvision, Það er nú ekki spurning að senda Sylvíu Nótt út hún er algjört rassgat og kominn tími til að fari eitthvað hressandi kvenkyns fyrirbæri til að brjóta upp hefðina sem virðist komin á eitthvert væmið ástarvæl dauðans og kjólasýningar. Áfram með Sylvíu nótt...

Í dag fór ég og skrúfaði þökin á stútabæinn. Ég fékk líka eina pöntun í annan bæ . þá eru komnar tvær. Vaaaá . Ég fengi nú reyndar ekki gullskrúfjárnið fyrir það sem ég var að gera í dag , byrjaði á að skrúfa þrjú af þökunum öfug á en gat reddað því og snúið þeim við, svo tók við algjört basl við að saga listana framan undir þökin, úff... sögin er alveg grjótföst svo ég gat ekki snúið henni í 40 gráður. Sargaði þetta samt í sundur. Nú er bara að fá frostlaust til að mála.

1 Comments:

  • At 4:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl elskan. Æðislega fínar myndirnar á síðunni þinni :o) Þökkum kærlega fyrir okkur og skemmtunina um helgina. Bestu kveðjur frá Skipholtsgenginu!

     

Skrifa ummæli

<< Home