Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Veturinn endaði eins fljótt og hann byrjaði fyrir viku... síðan hafa verið allar tegundir af veðri...þetta er eitt af þessum endalaust leiðinlegu kvöldum sem engan enda ætla að taka.. orsökin er þessir hryllilega leiðinlegu Ólympíuleikar sem eru alveg að gera endanlega út af við mann,, nú er það listhlaup fjandans á skautum það vantar ekki að þetta er flott en smá brot af því væri nú nóg . Af hverju ætli sé ekki sýnt af þessu á sérstakri íþrótta rás í staðinn fyrir að eyðileggja fyrir öllum þeim sem langar að horfa á eitthvað annað. þetta er ekki hægt ..og svo handboltar og knattspyrna dauðans. Og svo er fólk að fárast yfir Sylvíu Nótt. Hún er nú skemmtileg persónusköpun, Sem náttúrlega hneykslar líka skinheilagar kellur sem halda sig vera svo yfirmáta heilagar og siðprúðar með geislabaugana á lofti ... vaaá og karlarnir..... ÞAð er nú munur að sjá Birgittu Haukdal stynja þeir upp.. Og víst er munur...en Þeir ættu nú bara að fá sér dúkku þ.e. Birgittu Haukdal dúkku til að fitla við... Jamm virðum skoðanir annarra....

2 Comments:

  • At 8:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég tel mig nú ekki hneykslunar gjarna skinhelga kerlingu, en mér finnst Silvía nótt bara hundleiðinlegur persónuleiki, og mér fannst hún varla geta stunið upp orði( hvað þá af viti) þegar hún var búin að vinna eurovision eða þá í viðtalinu í kastljósinu, þetta er eins og að segja sama brandarann ekki bara tvisvar heldur tuttugu og tvisvar.
    Má ég þá frekar vera einn af þessum körlum sem vill stynja yfir og fitla við Birgittu dúkku. Annars fannst mér Regína flottust í úrslitakeppninni.

    p.s takk fyrir síðast....

     
  • At 3:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst Regína og lagið hennar flott. Ég held líka að persónan Sylvía Nótt ætti að halda sig frá fjölmiðlum fyrst hún verður send út og hverfa svo alveg. Sú sem leikur hana verður ekki í vandræðum með að skapa nýja persónu fyrst hún gat gert þetta

     

Skrifa ummæli

<< Home