Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Það er snjór og koldimmt og andstyggilegt ég var að baka í gærkvöldi og horfa á Ódáðaborg í sjónvarpinu.svo vaknaði ég kl 7 í morgun með hausinn fullan af óþörfum áhyggjum og gat ekki sofnað aftur enda búin að dreyma eins og fífl í alla nótt. Ég ætla að fara út og vita hvort geðvonskan skánar ekki... Jóla hvað?? dírrindí...
Já falleg lítil stúlka sem Harpa og Hinni eiga. það er alveg sérstök tilfinning við að sjá svona kríli, Ég þarf að komast til Reykjavíkur og fá að halda svolítið á henni og þefa af henni það er svoooo góð lykt af svona litlum börnum, og svo grenja þau svo skemmtilega og svolítið frekjulega ef þau eru hraust, ofg fara svo fljótlega að brosa með sínum tannlusu munnum.
til hamingju elskurnar mínar.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Ég langömmu á
Ég langömmu á, sem að létt er í lund,
hún leikur á gítar hverja einustu stund,
í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.

Dag einn er kviknað í húsinu var,
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
og eldurinn bálaði um glugga og göng,
sat sú gamla uppi á þaki og spilaði og söng.
Þessi litla fallega dama er langömmustelpan mín sem fæddist þann 19. nóvember s.l. Hún er dóttir Hörpu Hlínar og Hinriks og er búsett í Reykjavík.
Aðventuljósin hjá Villa Sig eru svaka flott að vanda og bráðlega fer maður að fara á ljósarúnt um bæinn og skoða. Ég er búin að þeytast fram og aftur eins og galdrakelling í tölvuleikmynd. það rættist þó úr því síðdegis Ég fékk jólagjöf frá Alex og Siggi ætlar að senda pakka til hennar og ég ætla að fá að setja smá gjöf þar ofaní. Addi og Hildur og snáðarnir fóru suður síðdegis og eru komin suður.Jón Gísli og Brynja og stelpurnar eru á norðurleið og hittu þau í Borgarnesi. Ester var að koma úr sinni Reykjavíkurreisu.
Það ætti að vera þakkargjörðardagur finnst mér hér á landi eins og í Bandaríkjunum . og líka Hallowen.. Held það sé gaman að þessu kalkúnaveseni og nornastandi.
Nú er komin aðventa og allir að ryðja upp jólaskreytingum. Daníel og María ættu nú aftur að fá umhverfisverðlaun, þau eru búin að skreyta hús sitt og umhverfi af gríðarlegri natni, þar lufsast ekki seríurnar tvist og bast, gaman er að sjá litlu þríhyrndu gluggana með seríu í.
Ég var að viðra þá hugmynd við Adda í gær að mig langaði til að prófa að búa í torfkofa á aðfangadagskvöld og vera bara með eitt kerti fyrir ljós, elda hangikjöt á hlóðum og borða úr aski með hornspón. OG þvoði ekki fólkið í eldgamla daga sér upp úr hangikjötssoðinu???? Ég er alveg viss um að það er bráðhollfyrir húðina og maður yrði kannske brúnn líka, sennilega myndi ég vilja hafa eitthvað að lesa þarna við þetta kertaljós...
Ég er að hamast við þessa dagana að lesa þær nýútkomnu bækur sem ég hef fengið lánaðar á bókasafninu, búin með Útkall eftir Óttar Sveinssonog er með bókina eftir Steinunni Ólínu Í fylgd með fullorðnum,, Leyndarmál eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur og Morðið í Sjónvarpinu eftir Stellu Blómkvist... Mér kæmi ekki á óvart þó Stella Blómkvist sé Gerður Kristný..
Úpps ég held að tölvan mín sé alvarlega að bila,, þá yrði ég nú brjáluð....Hún reynir síendurtekið að lkoma í veg fyrir að ég skrifi eitthvað,´.
ÞAð er kominn upp Jólamarkaður og má þar sjá og höndla ég hef verið að baka smá smákökur og kleinur sem koma til með að fást þar ásamt öðru dóti óætu.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

ÞAð er alveg óheyrilega gott veður.. Í dag fór ég út að Kirkjubóli.. og á opið hús á heilsugæslustöðinni . Að öðru leyti hefur dagurinn liðið í leti og ómennsku.
Það er alveg feikna áhugi fyrir handverks-jóla-markaðnum það eru komnir 15 aðilar með handverk og alltaf bætist við.glæsilegir munir.
Skotta d. er komin í vinnu á Galdrasafninu við músaleit.
Tölvan er með vesen við mig... ég er andskoti andlaus og leiðinleg.
Ég fékk kveðju frá Gísla Guðjóns í morgun hann hringdi í Gústa og er kominn í nýja vinnu á sjóinn aftur. á risastórt fragtskip ,siglir á Afríku og ég veit ekki hvað úti í þrjá mánuði og heima í þrjá mánuði. gaman að´heyra góðar fréttir frá aukabörnunum sínum.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hvað haldiði að hafi skeð hér á Höfðagötu/...Kattarskrattanum hefur tekist að laumast með fugl inn í stofu og étið hann.... UNDIR SÓFFANUM....AAARGH ég drep hann...og þegar ég var búin að hreinsa fjaðrirnar þá datt mér í hug að kíkja á fleiri staði og hann er oft lokaður inni á klói og fer þar út og inn um gluggann..jújú...undir baðkerinu voru fleiri fjaðrir.... Viðbjóðslegt...
Nú myndi Björk Bjarnadóttir lesa yfir mér um veiðieðli og náttúrulegar hvatir katta.... mér er skítsama.... ég vil ekki hafa dauða fugla inni hjá mér.... Hann ætti bara að reyna að koma með mýs....þá fengi hann nú að fokka til fjandans...það þýðir semsagt ekki að vera með einhvern sleikjuhátt og vingjarnlegt mjálm í kring um mig á næstunni.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hver sagði að það yrði ekki stjörnubjart í kvöld? Ég fór út áðan og það er galdratungl að gægjast fram úr skýjum.
Vaaá getið þið huxað ykkur... einstöku sinnum kemur nú eitthvað í fréttum sem kætir mann.
Sagan af eplunum þau hafa löngum orðið ýnsum að falli síðan Adam og Eva voru að skrattast í skilningstrénu. En...Blindfullir elgir í garði hjá elliheimili....Eftir að hafa étið gerjuð epli....Dásamlegt... sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur...
og þegar þeir voru reknir burt komu þeir barasta aftur til að fá sér meira..greyin.tíhí.
Það er oft afar gaman að lifa.
Það er leiklistarnámskeið í gangi hjá leikfélaginu á kvöldin frá átta til ca tíu. Ég drattaðist á það. það er gaman að þessu.
Í gærkvöldi lásum við ljóð. Ég þóttist vita að allir kæmu með ljóð eftir góðskáldin, sem kom á daginn.
þegar ég var búin að velta allskonar uppáhaldsljóðum fyrir mér og gefast upp við að ákveða eitthvað, nema kannske grænmetisvísur úr Dýrunum í Hálsaskógi rakst ég á í fjölskyldublaðinu Steinadalsslektinu, sem nú hefur verið hætt útgáfu á. tvö hrollvekjuljóð ´frá árinu 2002 " Vorið er ógeðslegt " og " Svartur heimur " og fór með þau. Var svo alveg að skíta á mig af hræðslu fyrir að fara með þetta. púff púff. En allt gekk
þetta vel og nú er í ráði að gera spuna úr kvæðum í kvöld.
Jón Örn las Íslenska textann hans Adda við Nothing else matters.
Það er rigning og ekki vetrarlegt úti. Kötturinn er eitthvað óánægður yfir þessu.
það verða allavega ekki norðurljós og stjörnur og tunglskin í kvöld.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Það eru að koma bráðum jól..Ég var í Reykjavík í gær og það er allt orðið stútfullt af jólaskrauti í þeim búðum sem ég kom í...Hvað verður um þetta allt... ég slefaði yfir nokkrum bókum sem ég ætla að lesa þegar þær koma í bókasafnið...Keypti pínulítið af efni í jólagjafir...þær verða nú ekki stórkostlegar um þessi jól enþað er kannske ekki það sem máli skiptir heldur góð hugsun sem fylgir... svo voru ofsa fallegar ljósaskreytingar í Húsasmiðjunni.. og mig langaði að kaupa þær allar og gefa öllum.. það voru hús og kastalar og kirkjur með ljósum inni í, algjört æði, og einn stór kassi með heilu þorpi í hús og kirkja allt með ljósum inni í.