Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Vaaá getið þið huxað ykkur... einstöku sinnum kemur nú eitthvað í fréttum sem kætir mann.
Sagan af eplunum þau hafa löngum orðið ýnsum að falli síðan Adam og Eva voru að skrattast í skilningstrénu. En...Blindfullir elgir í garði hjá elliheimili....Eftir að hafa étið gerjuð epli....Dásamlegt... sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur...
og þegar þeir voru reknir burt komu þeir barasta aftur til að fá sér meira..greyin.tíhí.
Það er oft afar gaman að lifa.
Það er leiklistarnámskeið í gangi hjá leikfélaginu á kvöldin frá átta til ca tíu. Ég drattaðist á það. það er gaman að þessu.
Í gærkvöldi lásum við ljóð. Ég þóttist vita að allir kæmu með ljóð eftir góðskáldin, sem kom á daginn.
þegar ég var búin að velta allskonar uppáhaldsljóðum fyrir mér og gefast upp við að ákveða eitthvað, nema kannske grænmetisvísur úr Dýrunum í Hálsaskógi rakst ég á í fjölskyldublaðinu Steinadalsslektinu, sem nú hefur verið hætt útgáfu á. tvö hrollvekjuljóð ´frá árinu 2002 " Vorið er ógeðslegt " og " Svartur heimur " og fór með þau. Var svo alveg að skíta á mig af hræðslu fyrir að fara með þetta. púff púff. En allt gekk
þetta vel og nú er í ráði að gera spuna úr kvæðum í kvöld.
Jón Örn las Íslenska textann hans Adda við Nothing else matters.
Það er rigning og ekki vetrarlegt úti. Kötturinn er eitthvað óánægður yfir þessu.
það verða allavega ekki norðurljós og stjörnur og tunglskin í kvöld.

1 Comments:

  • At 8:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að drífa sig í að gera eitthvað skemmtilegt mamma mín, og ég held að Skotta vilji bara hafa þig meira heima hjá sér?

     

Skrifa ummæli

<< Home