Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Aðventuljósin hjá Villa Sig eru svaka flott að vanda og bráðlega fer maður að fara á ljósarúnt um bæinn og skoða. Ég er búin að þeytast fram og aftur eins og galdrakelling í tölvuleikmynd. það rættist þó úr því síðdegis Ég fékk jólagjöf frá Alex og Siggi ætlar að senda pakka til hennar og ég ætla að fá að setja smá gjöf þar ofaní. Addi og Hildur og snáðarnir fóru suður síðdegis og eru komin suður.Jón Gísli og Brynja og stelpurnar eru á norðurleið og hittu þau í Borgarnesi. Ester var að koma úr sinni Reykjavíkurreisu.
Það ætti að vera þakkargjörðardagur finnst mér hér á landi eins og í Bandaríkjunum . og líka Hallowen.. Held það sé gaman að þessu kalkúnaveseni og nornastandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home