Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Skrítið er það vorið það veldur manni þreytu, og ekki er sumarið betra þá ætlar maður að koma ótrúlegustu hlutum í verk,,,ekkert gengur og svo er sumarið búið,,,Ég hef samt sloppið blessunarlega við að þurfa að fara í sumarfrí, samt hugsað að væri ég í sumarfríi þá myndi mér bara leiðast og finnast ég verða að fara eitthvað og gera eitthvað erfitt. Utanlandsferðir hef ég líka sloppið blessunarlega við að eyða kröftunum í, enda finnst mér best að vera bara hér. Hér er alltaf eitthvað skemmtilegt að ske og alltaf er hægt að lagfæra eitthvað í kring um sig og hafa gaman af. Nú eru framundan tónskólatónleikar sem mér finnst alltaf mjög gaman að, þeir eru tvö kvöld í röð annan maí og þriðja. svo er margt annað á döfinni. það á að ferma hana Agnesi mína Nonna og Svönudóttir á Hvítasunnunni, Hólmavíkurhátíð í sumar og margt fleira Það á að vera Ættarmót Ennisættarinnar og það lýst mér ekkert á það er orðið alltof margt fólk frá langömmu og afa á Enni.. það væri tildæmis gaman að hafa Gilhátíð og borða saman einhversstaðardansa og djamma og fara svo í dagsferð yfir að Gili með nesti.

mánudagur, apríl 25, 2005

Það sést hér á mynd hér neðan við að spellvirki hafa verið unnin á grasflöt þeirri er Hrepparar lögðu sig í líma og lögðu ómældan tíma í í fyrrasumar að gera sem fegursta og snyrtilegasta. Niður við hornið á Galdrasafninu hefur verið ekið út í flötina sem er ennþá gljúp eftir veturinn og má sjá á myndum þessum hverskonar ósómi þetta er. Förin benda eindregið til þess að þar hafi búandkarl verið að verki því eins og kunnugt er hafa þeir þann sið að aka yfir tún og engi helst á sem stærstum dráttarvélum sem eru stærri en grannar þeirra eiga. Legg ég til að Bóndi sá gefi sig fram og hljóti að lagfæra spjöllin, eins og .þeim er aka um á fjöllum og skilja eftir sig ljót sár í landinu er gert að gera ef til þeirra næst.
þessi grasflöt er enn sem komið er það besta í lagfæringum hér á flóða-ryk og ómalbikaða Hilmissvæðinu og þessvegna brennur þetta svona heitt á manni að það sé að minnsta kosti ekki keyrt út á flötina.

Ekki er það fallegt !!!

föstudagur, apríl 22, 2005


Krummi svaf í klettagjá í vetur en nú er farið að huga að tilhugalífi og hreiðurgerð

Hér er lítill maður í kaffi hjá ömmu gömlu á Höfðagötunni. sumarið er komið og Brynjar Freyr Arnarsson í fínu peysunni sinni.

fimmtudagur, apríl 21, 2005


ÞAð er talið að sumar og vetur eigi að frjósa saman en ég held að þetta sé ennþá betra.

Halló - er að prófa myndsendingarforritið fyrir mömmu. Addi.
Gleðilegt sumar vinir mínir og vandamenn,og ástarþakkir fyrir veturinn,sem varð einhvernveginn styttri en búast mátti við. veðrið er hlýtt sólskin og logn, það er fallegt. meira eftir sólarlag...nú er að njóta sólskinsins og sólbrenna....

laugardagur, apríl 16, 2005

Nú er upprunninn afmælisdagur 'Eg verð að segja það að eftir að maður er kominn á þennan aldur þá eru þetta nú allt merkisdagar,, semsagt merkilegt að maður skuli ennþá skrimta í hvert sinn. Takk allir sem búnir eru að hringja í mig og senda mér kveðjur á strandir.is. 'Eg er í Höfuðborginni fór í gær suður á Addaog Hildar bíl, og Brynjar Freyr með mér. það gekk vel eiginlega of vel, þessi bíll er afskaplega viljugur, og ekki gamall eins og Vodafonekagginn minn.Við vorum að syngja á leiðinni og ég tróð á bensíngjöfinni eins og lögregluþjónn í fríi, þar til mér varð litið á hraðamælirinn. vaaaá slapp nú samt við að vera stöðvuð þó ég ætti það ekki skilið..Eftir það hugsaði ég stanslaust til Hannesar og keyrði afar varlega.
Við fórum í bíó í gærkvöldi, Hanzka, 'Ardís og ég, Sáum athyglisverða mynd á kvikmyndahátíð,og í kvöld bjóða þær og Hildur og Addi mér í mat á" Stokkseyrarbakka" Við fjöruborðið Krabbar osfrv....

föstudagur, apríl 15, 2005

Við Brynjar erum að fara suður á eftir og komum aftur á sunnudaginn og Hildur með ,þá er hún búin með skólavistina í bili,Veðrið er gott og ferðin leggst vel í mig.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Sunnudagur og þokkalegt veður. Það er ýmislegt sem ég hef trassað að gera sem ég ætti að gera í dag en Fram að hádegi hef ég ekki gert neitt af því heldur ligg í leti og lestri....það tvennt hefur reyndar staðið mér mest fyrir þrifum í gegnum tíðina.aðallega hið síðara, tíminn flýgur burt á ofsahraða. mig er farið að svíða í augun af öllum þessum lestri,. Áðan horfði ég reyndar á endurtekningu á hönnunarkeppninni í sjónvarpinu, og það er alveg drepfyndið. Nú þarf ég að ákveða hvað ég geri við afganginn af deginum, það verður erfitt. Ég er alveg ómöguleg í skipulagningu. það er um þrennt að velja...Vinna , Hangsa, eða gera heilsufarslegt átak. Allt jafn heillandi. Best að gera " Ugla sat á kvisti" Og breyta útkomunni ef hún er óhagstæð..... Mér kæmi ekki á óvart að ég kæmist í stuð um kaffileytið. Að gera eitthvað af þessu.....

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Það sem ég gleymdi í gær var akkúrat málsháttur sá er hljóðar svo : Dag skal að kveldi lofa....
Í dag er afmæli Megasar hann er 60 ára karlinn og bestur í Íslensku.
Þetta hefur verið viðburðasnauður dagur en hann er svosem ekki búinn....
Það á að jarða páfann í beinni útsendingu í fyrramálið kl 8. Í morgun heyrði ég í útvarpinu fullt af ljótum kjaftasögum af fyrrverandi páfum. Þeir hafa sko ekki aldeilis verið allt í sómanum alveg hryllilegir. Aumingja Rómverjar að lenda í þessu. Annars bara kannske mátulegt á þá.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Það sannast oft að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Öll él birtir upp um síðir..
þetta er málsháttadagur. hahaha.
veðrið hefur að vísu ekki skánað, en það hefur alltaf skánað á endanum.
Semsagt: Bjartsýnin ríkir hér í dag, og það er svo skrítið hvað þarf ekki að vera mikið sem kemur manni í gott skap. Sem endist og endist... mannskepnan er skrítin..það er að segja ég er ekki skrítin heldur stórskrítin..ferlega er orðið "skrítin "skrítið.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ekki batnar það....Veðrið..Svei og fjandinn...Það hefur nú reyndar oft verið kafsnjór um þetta leyti...Í gamla daga...Mér finnst reyndar að það hafi alltaf verið kafsnjór í gamla daga.Það eru ekkert nema leiðindi í sjónvarpinu svo ég skauzt upp til að uppgötva að afmæliskveðjan saem ég sendi Jóni í morgun hefur farið í eitthvert helv...klúður.... Handbolti og fótbolti ..Morrans vesen.
Andsk. ég var búin að skrifa hér helling og það hvarf....Ég vaknaði grautfúl hafði verið að dreyma að ég var á Akureyri á labbi með Árdísi og Hönnu Siggu og var búin að týna þeim og klína rjóma í jakkann minn. og ætlaði að fara að skrifa skilaboð til þeirra upp á húsvegg og þá kom einhver karlskratti sem sagist vera þingmaður Framsóknarflokksins og sagði að það mætti ekki skrifa svona skilaboð á húsveggi, Ég var rétt að uppgötva að ég gæti hringt í þær þegar ég vaknaði.
Fyrr um nóttina hafði ég svo farið í flugvél ásamt Salbjörgu norður í Árneshrepp til að smala og það gekk allt á afturfótunum.svo ég var auk þess að vera fúl alveg dauðuppgefin þegar ég vaknaði. Veðrið er ógeðslega skítlegt.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Sunnudagur og upp er runnin ný öld í tölvumálum heimilisins..Hér er komið hið frábærasta form á allt mögulegt í tölvunni minni þökk sé Sig Atlas galdrameistara, Vírusvörn hvað þá annað og allskyns skemmtilegheit, nýtt útlit á Bloggið Íhaaaa.
Auk þess er ég búin að labba tvisvar út í Galdrasafn og til baka án þess að finna til í bakinu og án þess að þurfa að hlussa mér niður á brettin á þeirri leið og sitja þar.. Ég fór til Bjarkar í heilun tvo daga í röð, það var alveg ferlega vont í fyrra skiptið en lagaðist þó í restina Í seinna skiptið var það ekki alveg eins vont og hún framdi einhvern gjörning með orkusteinum. Ótrúlegt alveg ótrúlegt....Skrítnast hvað mér fannst eins og eitthvað væri að skríða um upp og niður innan í fætinum á mér og upp í bakið. Hausinn á mér tók líka þátt í þessu ferli og það örlar á aðeins skírari hugsun og veitti ekki af. Takk takk Björk mín. Svo fór ég í nudd hjá Steingrími sjúkraþjálfara. Það var mjög notalegt og þetta er semsagt búið að vera algjört dekur.
Nú verð ég að fara alveg svakalega varlega með þetta, ekki neitt hopp og hí...og lyftingar...
Lukka lætur meir að segja á sér kræla það vantar aldrei einhver skemmtileg uppátæki á þeim bænum.
Það er verst að hún er alltaf með einhvert hopp og hí...