Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, apríl 10, 2005

Sunnudagur og þokkalegt veður. Það er ýmislegt sem ég hef trassað að gera sem ég ætti að gera í dag en Fram að hádegi hef ég ekki gert neitt af því heldur ligg í leti og lestri....það tvennt hefur reyndar staðið mér mest fyrir þrifum í gegnum tíðina.aðallega hið síðara, tíminn flýgur burt á ofsahraða. mig er farið að svíða í augun af öllum þessum lestri,. Áðan horfði ég reyndar á endurtekningu á hönnunarkeppninni í sjónvarpinu, og það er alveg drepfyndið. Nú þarf ég að ákveða hvað ég geri við afganginn af deginum, það verður erfitt. Ég er alveg ómöguleg í skipulagningu. það er um þrennt að velja...Vinna , Hangsa, eða gera heilsufarslegt átak. Allt jafn heillandi. Best að gera " Ugla sat á kvisti" Og breyta útkomunni ef hún er óhagstæð..... Mér kæmi ekki á óvart að ég kæmist í stuð um kaffileytið. Að gera eitthvað af þessu.....

1 Comments:

  • At 9:57 e.h., Blogger Helen said…

    Það er svo gaman að lesa bloggið þitt.
    Kveðja frá London - Helen vinkona Árdísar

     

Skrifa ummæli

<< Home