Sunnudagur og þokkalegt veður. Það er ýmislegt sem ég hef trassað að gera sem ég ætti að gera í dag en Fram að hádegi hef ég ekki gert neitt af því heldur ligg í leti og lestri....það tvennt hefur reyndar staðið mér mest fyrir þrifum í gegnum tíðina.aðallega hið síðara, tíminn flýgur burt á ofsahraða. mig er farið að svíða í augun af öllum þessum lestri,. Áðan horfði ég reyndar á endurtekningu á hönnunarkeppninni í sjónvarpinu, og það er alveg drepfyndið. Nú þarf ég að ákveða hvað ég geri við afganginn af deginum, það verður erfitt. Ég er alveg ómöguleg í skipulagningu. það er um þrennt að velja...Vinna , Hangsa, eða gera heilsufarslegt átak. Allt jafn heillandi. Best að gera " Ugla sat á kvisti" Og breyta útkomunni ef hún er óhagstæð..... Mér kæmi ekki á óvart að ég kæmist í stuð um kaffileytið. Að gera eitthvað af þessu.....
Síðustu innlegg
- Það sem ég gleymdi í gær var akkúrat málsháttur sá...
- Það sannast oft að fátt er svo með öllu illt að ei...
- Ekki batnar það....Veðrið..Svei og fjandinn...Það ...
- Andsk. ég var búin að skrifa hér helling og það hv...
- Sunnudagur og upp er runnin ný öld í tölvumálum he...
- Nú er annar í páskum og búið að vera gaman,og fjöl...
- Hildur og Addi buðu mér í mat í kvöld og alltíeinu...
- Vaaaá, í dag þegar ég var að koma frá Kirkjubóli s...
- DAGUR ATHAFNA !Taka steypuna úr galdramótunum svo ...
- Laugardagur alveg rosalega flott veður. Ég er að ...
1 Comments:
At 9:57 e.h., Helen said…
Það er svo gaman að lesa bloggið þitt.
Kveðja frá London - Helen vinkona Árdísar
Skrifa ummæli
<< Home