Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Skrítið er það vorið það veldur manni þreytu, og ekki er sumarið betra þá ætlar maður að koma ótrúlegustu hlutum í verk,,,ekkert gengur og svo er sumarið búið,,,Ég hef samt sloppið blessunarlega við að þurfa að fara í sumarfrí, samt hugsað að væri ég í sumarfríi þá myndi mér bara leiðast og finnast ég verða að fara eitthvað og gera eitthvað erfitt. Utanlandsferðir hef ég líka sloppið blessunarlega við að eyða kröftunum í, enda finnst mér best að vera bara hér. Hér er alltaf eitthvað skemmtilegt að ske og alltaf er hægt að lagfæra eitthvað í kring um sig og hafa gaman af. Nú eru framundan tónskólatónleikar sem mér finnst alltaf mjög gaman að, þeir eru tvö kvöld í röð annan maí og þriðja. svo er margt annað á döfinni. það á að ferma hana Agnesi mína Nonna og Svönudóttir á Hvítasunnunni, Hólmavíkurhátíð í sumar og margt fleira Það á að vera Ættarmót Ennisættarinnar og það lýst mér ekkert á það er orðið alltof margt fólk frá langömmu og afa á Enni.. það væri tildæmis gaman að hafa Gilhátíð og borða saman einhversstaðardansa og djamma og fara svo í dagsferð yfir að Gili með nesti.

3 Comments:

  • At 9:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er þá öðruvísi hjá mér er það veturinn sem veldur mér þreytu, og ef ég mætti ráða því þá myndi ég sko leggjast í dvala yfir veturinn, til að safna kröftum fyrir vorið og sumarið. En er það ekki bara eitthvað annað sem stjórnar því þessari blessaðri þreytu?? En alla vegna finnst mér gaman að sumarið er komið það lifnar srax yfir mér:)Og vonandi færðu einhvern yfirnáttúrlegan kraft hið fyrsta mamma mín..

     
  • At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við sjáumst á ættarmótinu í sumar frænka:D

     
  • At 1:46 e.h., Blogger �sd� said…

    Skollinn sjálfur þá verð ég að koma

     

Skrifa ummæli

<< Home