Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, apríl 16, 2005

Nú er upprunninn afmælisdagur 'Eg verð að segja það að eftir að maður er kominn á þennan aldur þá eru þetta nú allt merkisdagar,, semsagt merkilegt að maður skuli ennþá skrimta í hvert sinn. Takk allir sem búnir eru að hringja í mig og senda mér kveðjur á strandir.is. 'Eg er í Höfuðborginni fór í gær suður á Addaog Hildar bíl, og Brynjar Freyr með mér. það gekk vel eiginlega of vel, þessi bíll er afskaplega viljugur, og ekki gamall eins og Vodafonekagginn minn.Við vorum að syngja á leiðinni og ég tróð á bensíngjöfinni eins og lögregluþjónn í fríi, þar til mér varð litið á hraðamælirinn. vaaaá slapp nú samt við að vera stöðvuð þó ég ætti það ekki skilið..Eftir það hugsaði ég stanslaust til Hannesar og keyrði afar varlega.
Við fórum í bíó í gærkvöldi, Hanzka, 'Ardís og ég, Sáum athyglisverða mynd á kvikmyndahátíð,og í kvöld bjóða þær og Hildur og Addi mér í mat á" Stokkseyrarbakka" Við fjöruborðið Krabbar osfrv....

5 Comments:

  • At 4:26 e.h., Blogger Addi said…

    Til hamingju með daginn!

     
  • At 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kom við hjá þér í gær og engin heima. Ætlaði að færa þér súkkulaðiköku sem ég bakaði í tilefni dagsins. Það var gott að þú varst ekki heima því kakan var eiginlega svo ljót að ég kunni illa við að láta hana frá mér. Þetta er þó hið besta mál, ég kem þér bara á óvart einhvern tíma seinna þegar ég veit að þú ert heima. Til hamingju með daginn!
    VRÓ & Co.

     
  • At 9:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ og takk fyrir helgina mamma, en ertu viss um að kakan hafi verið svo hræðileg??

     
  • At 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hm hvernig á ég að fá nafnið mitt undir??Þetta er Hanzka:)

     
  • At 2:59 e.h., Blogger �sd� said…

    Nú er það svart ekki veit ég það ....Hver er þessi dularfulli anonymus?????

     

Skrifa ummæli

<< Home