Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, apríl 25, 2005

Það sést hér á mynd hér neðan við að spellvirki hafa verið unnin á grasflöt þeirri er Hrepparar lögðu sig í líma og lögðu ómældan tíma í í fyrrasumar að gera sem fegursta og snyrtilegasta. Niður við hornið á Galdrasafninu hefur verið ekið út í flötina sem er ennþá gljúp eftir veturinn og má sjá á myndum þessum hverskonar ósómi þetta er. Förin benda eindregið til þess að þar hafi búandkarl verið að verki því eins og kunnugt er hafa þeir þann sið að aka yfir tún og engi helst á sem stærstum dráttarvélum sem eru stærri en grannar þeirra eiga. Legg ég til að Bóndi sá gefi sig fram og hljóti að lagfæra spjöllin, eins og .þeim er aka um á fjöllum og skilja eftir sig ljót sár í landinu er gert að gera ef til þeirra næst.
þessi grasflöt er enn sem komið er það besta í lagfæringum hér á flóða-ryk og ómalbikaða Hilmissvæðinu og þessvegna brennur þetta svona heitt á manni að það sé að minnsta kosti ekki keyrt út á flötina.

2 Comments:

  • At 8:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er ekki fallegt!

     
  • At 9:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sammála en gaman samt hvað þú ert orðin duglegað setja inn myndir:)

     

Skrifa ummæli

<< Home