Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

ÍHAAAAAAAAA. það er líf og fjör á jólamarkaði Strandakúnstar,,, kaffi og piparkökur..... og allrahanda Góss til sýnis og sölu.. Bráðum koma Jólasveinar og tjútta og tralla... Ekki samt ( með Geirmundi Valla) Eins og stendur í gömlu kvæði eftir Arnar Snæberg og Brynjar Ágústsson og Hljómsveitin Óður frá Hólmavík flutti á sínum tíma.

Þrír dagar búið að vera opið og áttatíu manns búnir að líta inn.. gaman það.. en vegna óvissu fólks um opnunartíma skal hér tekið fram að það er opið alla daga frá kl. 14oo til 18oo.. ALLA DAGA.
Siggi er að elda glæsilegan kveðjukvöldverð af því Alex er að fara suður á morgun.. ég lagði til hráefnið frábært lambakjöt. og íbúarnir á H13 ætla að gera okkur þann heiður að snæða með okkur.
Hólmavík er að verða skreytt jólaljósum t.d. er hér á H7. búið að kveikja á útijólaseríunni. og er á henn eitt frábært ljósgult gamaldags ljós, . það verður ekkert jólahjól í ár...
Steikarilminn leggur hér upp og kitlar matartaugarnar.mmmmmmm.
Ég fór í sjúkranudd í morgun, það var algjör brandari. mig kitlar svo svakalega.
ég vil endilega kaupa eldhúsborðið þitt Árdís ef Harpa ætlar ekki að kaupa það.. Þetta sem er hér er með svo svakalega lausar lappir að maður á alltaf von á því að það hnígi niður þegar maður er að borða. og þá er nú hafragrauturinn í stórhættu..
ég týndi veskinu mínu áðan og fann það á eldhúsborðinu úti í horni...Tíhíhíhí

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Sunnudagur. Skotta skellti sér í Höfuðborgina kl 8 í morgun. hún er greinilega að hressast, við Skotta Siggi og Alex fórum í svartfuglsveislu á Höfðagötu 13 í gærkvöldi. Það var frábært. Svo var leikhússportið seinna um kvöldið, það var gaman flestallt og þónokkuð af fólki.
Í dag voru ég Svana og Nonni að þrífa á Jóla Horninu..Ég puðaði í einum glugga meðan þau gerðu allskyns kraftaverk hér og þar um búðina. Það fer nú að lifna yfir þessu , allt að verða hreint og fínt.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Jæja þá framkvæmdir eru hafnar í búðinni Á Horninu, Jólamarkaði Strandakúnstar...... það kemur auglýsing um það í Stínublaðinu í vikunni væntanlega.. næst er það leikhússportið í Bragganum. vonandi taka sem flestir þátt það er ekki hættulegt.. bara grín....Björk er ennþá veik og hefur nú hætt að drekka bjór enn þambar mjólk í gríð og erg hverja fernuna á fætur annarri mjög einkennilegt... og étur jólaköku með... skuggalegt það...We put door on Alex bedroom. Ég byrjað á enskunámskeiði í gær. ein og sjá má... Alex er komin og verður hér í hálfan mánuð. gott mál það.. Björk er líka með einhverja Reykjavíkursýki skreppur á sunnudag og kemur aftur á þriðjudag.
Það væri alveg gaman eða þannig ef löppin á mér væri ekki svona í kássu
Það er ekki fyndið að það er jólasnjór úti

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jæja Ég er búin að klambra saman tveimur litlum hillum í eldhúsið, fékk svo sviðatæki hjá afa Nonna og setti smá lit á þær. Löppin á mér er ekki orðin góð. og ég fór til doktorsins í gær og hann ruddi bara í mig meira dópi og telur .það bæta öll mein. Aðalfréttin er þó að Æðsti afhenti mér lykla að gömlu kaupfélagsbúðinni, við erum jú Kollfirðingar...
Og þar stendur til að hafa jólamarkað Strandakúnstar, algjört æði.... Meira um framkvæmdir...ég er BÚIN AÐ negla sjálf fyrir stofugluggann sem ég er búin að vera að væla útaf undanfarið og var að gera mig vitlausa með smellum og skellum.. ég setti einangrunarplast í og krossvið utaná og negldi þetta frekar snyrtilega fast....dugleg...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Skotta er á leið norður hún er búin að vera að djamma í bænum og hitta fullt af fólki, og tollir þá kannske yfir ritgerðinni smátíma..við þurfum að kaupa hrafnamat.
Ég er að bilast..... Í gærkvöldi var hávaðinn hér í stofuglugganum eins og skotið væri af hríðskota fallbyssu, og náttúrlega ekki grundvöllur fyrir því að laga þetta í svona veðri og svo þegar er gott veður þá nennir maður því ekki. ég er búin aað koma mér í fjárhagslega klípu með því að skrá mig á tvö námskeið. annað í ensku, ætli það verði ekki eins og bókfærslan hjá mér.. Hitt er námskeið um sorg og sorgarviðbrögð og verður örugglega alveg hryllilega sorglegt...... Allir þessir aukastafir eru að því er virðist af því að lyklaborðið á tólvunni minni er farið að stama..dæmi : aaalt sssvooo.
ég er að smíða hillu eða reyna það og svo ætla ég að fara á árshátíð hreppsins. mig langar samt ekkert til þess en að ... það verður samt örugglega gaman . þá getur maður étið eins og svín.
Er samt ekki í stuði. Kominn tími á að rífa sig upp...fjandinn ...

mánudagur, nóvember 08, 2004

Enn er einn Strandamaður dáinn Stebbi í Tröllatungu.
Það er logn og kyrrð á Hólmavík eins og stendur í kvæðinu sem hljómar svo.

Er á Ströndum vetur víkur
vaxa blóm um grund og hól
vorið blítt um vanga strýkur ,
vermir allt hin gullna sól,
Fuglar vaka um fjörð og voga,
fegurð sú er engu lík
sólarbirtu leiftur loga ,
logn og kyrrð á Hólmavík.

Bátsins stefni báru klýfur
blika í norðri gullin ský
Farmanns hugur víða flýgur
Fangar hugann minning hlý.
út við hafsbrún eyjan gnæfir
eins og fögur draumasýn
Þar á löngu liðnu vori
lágu sporin mín og þín.



laugardagur, nóvember 06, 2004

Vika liðin enn ein. Nú er verið að jarða hana Bínu í dag.. við töldum 8 strandamenn sem hafa dáið á þessu ári, þetta er greinilega ár hinna miklu flutninga frá Ströndum til annars heims.
Ég hef hlotið þann heiður að fara með Ingu á Hóli í kirkjuna. Og nú er allt í einu að gera rok . oj barasta.. það verður ekkert grín að hemja 92. ára gamla konu uppi hjá kirkju í þessu roki.
Það eru hlýindi úti, ótrúlegar veðurfréttirnar í gær...15 - 20 gráðu hiti... og það er nóvember..Húsið hristist...

Mér finnst ljótt að láta svona við Þórólf Árnason..Bara að skamma hina.. hann er búinn að segja að honum hafi ekki líkað þetta og hann var svo óheppinn að vinna hjá þessum dindlum ..það er verið að hengja rangann mann. Hann á að vera borgarstjóri áfram en ekki einhver helvítis ljótur og leiðinlegur gaur.. þetta eru bara öfundsjúkir og sjúkir fýrar sem eru að naga í hann.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Eg er búin að fara í óvænta ferð með Hrafnhildi til Reykjavíkur og heim aftur. Hún bara kom og ég skellti mér með og tókst ekki einu sinni að taka með allan þennan óþarfa farangur sem ég næ alltaf að hrúga með mér þegar ég fer sjálf á mínum bíl. við fórum á Kukl og Kæti í Norræna húsinu þar sem Jón og Siggi vorumeð flotta dagskrá. Svo fóru ég Hannasigga og Árdís á leikrit Skagaleikflokksins Járnhausinn eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Jón Gústi leikur í því verkstjóra á síldarplani, og Hlynur hennar Hönnu Lýðs er tæknimaður. Sýningin er stórfín og skemmtileg og það var gaman að sjá Jón Gústa, Hann nýtur sín vel á sviðinu....Harpa Hlín er á kafi í leiklist hjá Stúdentaleikhúsinu og vinnur í því dag og nótt. hún bauð okkur á generalprufuna hjá henni en við komumst ekki í það..
Það er svo farið að gjósa í Vatnajökli, og hér á Hólmavík er logn og blíða....Björk er komin og það er aldeilis frábært að hafa hana,, hún skrifar og skrifar .. Hmm milli þess sem hún hangsar og drekkur bjór....
Og ég er að verða klikkuð á bakinu á mér aaaaarrrrgggg..... ...Tilveran er grá og einkennist af verkjatöflum Ég get ekki labbað svona uppdópuð ljósu punktarnir eru að ég get hjólað á þrekhjóli og synt, verst að maður getur alls ekki hjólað og synt allan sólarhringinn ... Besta kveðja til allra.
Ásdís Jónsdóttir -- Drusla...