Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Enn er einn Strandamaður dáinn Stebbi í Tröllatungu.
Það er logn og kyrrð á Hólmavík eins og stendur í kvæðinu sem hljómar svo.

Er á Ströndum vetur víkur
vaxa blóm um grund og hól
vorið blítt um vanga strýkur ,
vermir allt hin gullna sól,
Fuglar vaka um fjörð og voga,
fegurð sú er engu lík
sólarbirtu leiftur loga ,
logn og kyrrð á Hólmavík.

Bátsins stefni báru klýfur
blika í norðri gullin ský
Farmanns hugur víða flýgur
Fangar hugann minning hlý.
út við hafsbrún eyjan gnæfir
eins og fögur draumasýn
Þar á löngu liðnu vori
lágu sporin mín og þín.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home