Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

ÍHAAAAAAAAA. það er líf og fjör á jólamarkaði Strandakúnstar,,, kaffi og piparkökur..... og allrahanda Góss til sýnis og sölu.. Bráðum koma Jólasveinar og tjútta og tralla... Ekki samt ( með Geirmundi Valla) Eins og stendur í gömlu kvæði eftir Arnar Snæberg og Brynjar Ágústsson og Hljómsveitin Óður frá Hólmavík flutti á sínum tíma.

Þrír dagar búið að vera opið og áttatíu manns búnir að líta inn.. gaman það.. en vegna óvissu fólks um opnunartíma skal hér tekið fram að það er opið alla daga frá kl. 14oo til 18oo.. ALLA DAGA.
Siggi er að elda glæsilegan kveðjukvöldverð af því Alex er að fara suður á morgun.. ég lagði til hráefnið frábært lambakjöt. og íbúarnir á H13 ætla að gera okkur þann heiður að snæða með okkur.
Hólmavík er að verða skreytt jólaljósum t.d. er hér á H7. búið að kveikja á útijólaseríunni. og er á henn eitt frábært ljósgult gamaldags ljós, . það verður ekkert jólahjól í ár...
Steikarilminn leggur hér upp og kitlar matartaugarnar.mmmmmmm.
Ég fór í sjúkranudd í morgun, það var algjör brandari. mig kitlar svo svakalega.
ég vil endilega kaupa eldhúsborðið þitt Árdís ef Harpa ætlar ekki að kaupa það.. Þetta sem er hér er með svo svakalega lausar lappir að maður á alltaf von á því að það hnígi niður þegar maður er að borða. og þá er nú hafragrauturinn í stórhættu..
ég týndi veskinu mínu áðan og fann það á eldhúsborðinu úti í horni...Tíhíhíhí

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home