Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, nóvember 06, 2004

Vika liðin enn ein. Nú er verið að jarða hana Bínu í dag.. við töldum 8 strandamenn sem hafa dáið á þessu ári, þetta er greinilega ár hinna miklu flutninga frá Ströndum til annars heims.
Ég hef hlotið þann heiður að fara með Ingu á Hóli í kirkjuna. Og nú er allt í einu að gera rok . oj barasta.. það verður ekkert grín að hemja 92. ára gamla konu uppi hjá kirkju í þessu roki.
Það eru hlýindi úti, ótrúlegar veðurfréttirnar í gær...15 - 20 gráðu hiti... og það er nóvember..Húsið hristist...

Mér finnst ljótt að láta svona við Þórólf Árnason..Bara að skamma hina.. hann er búinn að segja að honum hafi ekki líkað þetta og hann var svo óheppinn að vinna hjá þessum dindlum ..það er verið að hengja rangann mann. Hann á að vera borgarstjóri áfram en ekki einhver helvítis ljótur og leiðinlegur gaur.. þetta eru bara öfundsjúkir og sjúkir fýrar sem eru að naga í hann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home