Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Eg er búin að fara í óvænta ferð með Hrafnhildi til Reykjavíkur og heim aftur. Hún bara kom og ég skellti mér með og tókst ekki einu sinni að taka með allan þennan óþarfa farangur sem ég næ alltaf að hrúga með mér þegar ég fer sjálf á mínum bíl. við fórum á Kukl og Kæti í Norræna húsinu þar sem Jón og Siggi vorumeð flotta dagskrá. Svo fóru ég Hannasigga og Árdís á leikrit Skagaleikflokksins Járnhausinn eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Jón Gústi leikur í því verkstjóra á síldarplani, og Hlynur hennar Hönnu Lýðs er tæknimaður. Sýningin er stórfín og skemmtileg og það var gaman að sjá Jón Gústa, Hann nýtur sín vel á sviðinu....Harpa Hlín er á kafi í leiklist hjá Stúdentaleikhúsinu og vinnur í því dag og nótt. hún bauð okkur á generalprufuna hjá henni en við komumst ekki í það..
Það er svo farið að gjósa í Vatnajökli, og hér á Hólmavík er logn og blíða....Björk er komin og það er aldeilis frábært að hafa hana,, hún skrifar og skrifar .. Hmm milli þess sem hún hangsar og drekkur bjór....
Og ég er að verða klikkuð á bakinu á mér aaaaarrrrgggg..... ...Tilveran er grá og einkennist af verkjatöflum Ég get ekki labbað svona uppdópuð ljósu punktarnir eru að ég get hjólað á þrekhjóli og synt, verst að maður getur alls ekki hjólað og synt allan sólarhringinn ... Besta kveðja til allra.
Ásdís Jónsdóttir -- Drusla...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home