laugardagur, ágúst 28, 2004
Ég er alveg í rusli að gerta ekki farið að synda áður en ég fer í vinnuna , svona er allt á helgum. það er þó munur að mega vinna á helgum.
Byrja á svartagallsrausinu: G. Björnsson er búinn að klína númerslausum bíl hér fyrir framan húsin við kantinn á grasflötinni arrrgh. Honum finnst þetta efalaust fallegt en mér finnst þetta hræðilegt og algjör óhæfa. það er verið að laga til . Er ekki hægt að ætlast til að fólk kunni að meta´það .
Nóg um það andskotans.
Það var gaman í gær, ég bakaði og við Ester steiktum á þriðjahundrað dásamlega góðar fiskibollur, Þökk sé Gulla Bjarna sem veiddi fiskinn.
Addi minn og Hildur og Brynjar Til hamingju með nýja bílinn, ég hlakka til að sjá hann.
Ég gleymdi að versla mjólk og rjóma fyrir helgina, fyrir vinnuna, og vaknaði upp við vondan draum vegna þess. Jón Alfreðsson ætlar að bjarga mér frá hneyksli vegna þess arna
Nóg um það andskotans.
Það var gaman í gær, ég bakaði og við Ester steiktum á þriðjahundrað dásamlega góðar fiskibollur, Þökk sé Gulla Bjarna sem veiddi fiskinn.
Addi minn og Hildur og Brynjar Til hamingju með nýja bílinn, ég hlakka til að sjá hann.
Ég gleymdi að versla mjólk og rjóma fyrir helgina, fyrir vinnuna, og vaknaði upp við vondan draum vegna þess. Jón Alfreðsson ætlar að bjarga mér frá hneyksli vegna þess arna
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Ja ja ja Þetta er aldeilis búinn að vera dagur í lagi.. ég fór að vinna kl 10. og bjó til fullt af tertum og það kom fullt af fólki og borðaði þær og öll aðalbláberin sem Grétar var búinn að hreinsa. það voru ábyggilega 10 - 15 kíló..með rjóma og sykri, og það voru bláberjaostakaka, skyrterta með bláberjum , gammeldags rjómaterta, eplakaka með rjóma,Skúffukaka með rjóma, Hjónabandssæla með rjóma, Kleinur með (eða án) rjóma,,,,muffins, ostakökur með súkkulaði, Heitur brauðréttur, brauðskálar með rækju og ananas, Og svo og svo Hrútaþukl... Ekki í eldhúsinu, Það var úti í rétt.
Ég fór síðan í sund þegar ég kom heim og fékk mér svo að borða á Cafe Riis og var þar með síðasti gesturinn þar í sumar. Nú blasir við grár mánudagur með gylltum röndum. Ég svíf í vinnuna á the Rocket. þe. Vodafoneeldflauginni.
Góða nótt góða nótt góða nótt....
Ég fór síðan í sund þegar ég kom heim og fékk mér svo að borða á Cafe Riis og var þar með síðasti gesturinn þar í sumar. Nú blasir við grár mánudagur með gylltum röndum. Ég svíf í vinnuna á the Rocket. þe. Vodafoneeldflauginni.
Góða nótt góða nótt góða nótt....
föstudagur, ágúst 20, 2004
Gærdagurinn var skrítinn þá rakst ég á þessa hryllilegu grein í Dagblaðinu Þ.e viðtalið við Sigga í Horni.. Púff..Það er leitt að heyra hann agnúast út í það að til okkar flytjist fólk sem getur hugsað sér að búa hér þó ekki stundi það sauðfjárbúskap. Það er staðreynd að við verðum að sætta okkur við að við erum kannske síðasta sauðfjárbændakynslóðin og það er sorglegt. En skelfileg þröngsýni sem kemur fram hjá Sigurði og hreppsnefndinni í sambandi við söluna á Fellinu, og þá starfsemi sem þar hefur verið í sumar, Að leyfa sér að fara niðrandi orðum um þá þjóðfélagsþegna sem minna mega sín. Hvað meinar maðurinn eiginlega ? Talandi um gól og hávaða þetta er reglulega ljótt, skelfileg þröngsýni ,,Jesús" .... Sem hræða rollurnar !!!!eiga þær ekki annars að vera á fjöllum ??
Ég á ekki orð til Hvað heldur maðurinn að hann sé eiginlega ?? Allir geta nú orðið þroskaheftir eða hamlaðir og fatlaðir af einhverjum ástæðum. Og tilvitnanir í nágranna... ég er búin að eiga heima í nágrenninu í mörg ár og ég trúi ekki að neinn af þeim sé svo lítilmótlegur að amast við starfseminni með fatlaða, Ekki Guðfinnur, Gústi eða Nonni á Ljúfustöðum,, onei onei. Ég hef í raun engan hitt sem tekur undir þá skoðun.
Það er náttúrlega efiðara að smala eftir því sem bændunum fækkar. og þeir sem eftir eru eru orðnir rígfullorðnir og unga fólkið hefur engin tök á að taka við búunum. það er minnst á stúlku í greininni. Eru þessar tvær sem búa uppi í Kollafirði ekki líka orðnar dulítið fullorðnar... Ég vil bjóða fólkið á Felli velkomið og vona að það haldi ekki að það sé almenn skoðun að það sé ekki velkomið. Vona að starfsemin gangi vel og það er álit fólksins míns alls, Kannske getur María Lovísa fengið að vera þar í dvöl einhverntíman. blessuð stelpan.
Og yfir í annað af hverju heyrðist ekki múkk í hreppsnefnd Broddaneshrepps þegar Hvítahlíðin var seld, nú eða Broddadalsá, það eru allir furðu lostnir yfir þessu öllu AMEN
Ég á ekki orð til Hvað heldur maðurinn að hann sé eiginlega ?? Allir geta nú orðið þroskaheftir eða hamlaðir og fatlaðir af einhverjum ástæðum. Og tilvitnanir í nágranna... ég er búin að eiga heima í nágrenninu í mörg ár og ég trúi ekki að neinn af þeim sé svo lítilmótlegur að amast við starfseminni með fatlaða, Ekki Guðfinnur, Gústi eða Nonni á Ljúfustöðum,, onei onei. Ég hef í raun engan hitt sem tekur undir þá skoðun.
Það er náttúrlega efiðara að smala eftir því sem bændunum fækkar. og þeir sem eftir eru eru orðnir rígfullorðnir og unga fólkið hefur engin tök á að taka við búunum. það er minnst á stúlku í greininni. Eru þessar tvær sem búa uppi í Kollafirði ekki líka orðnar dulítið fullorðnar... Ég vil bjóða fólkið á Felli velkomið og vona að það haldi ekki að það sé almenn skoðun að það sé ekki velkomið. Vona að starfsemin gangi vel og það er álit fólksins míns alls, Kannske getur María Lovísa fengið að vera þar í dvöl einhverntíman. blessuð stelpan.
Og yfir í annað af hverju heyrðist ekki múkk í hreppsnefnd Broddaneshrepps þegar Hvítahlíðin var seld, nú eða Broddadalsá, það eru allir furðu lostnir yfir þessu öllu AMEN
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Vaaaá þegar ég kom heim úr vinnunni í dag hafði gerst kraftaverk hér á skansinum Grasflötin fullfrágengin og orðin að veruleika með þráðbeinum útlínum, æðislega yndislega flott. Og allt rennslétt í kring um Sæsabæ,,, ég á ekki orð til að lýsa fögnuði mínum yfir þessu listaverki... eftir allar vikurnar sem maður hélt að þetta yrði aldrei svona .
Björk er farin í brúðkaupsferð upp á öræfi þ.e.a. hún er að fara í Dómadal í brúðkaup.. þar sem fólk giftir sig í helli...... Það kom full rúta af bráðskemmtilegum Siglfirðingum á sauðfjársetrið í dag. Við Hrafnhildur trakteruðum þau á súpu,brauðbollum og salati og kaffi á eftir. svo voru kyrjaðir slagarar við harmonikkuleik og gaman...
Nú er Hrafnhildur mín farin suður í skólann , Jón Gústi farinn á Akranes í skóla . ég er aað hugsa um að fara ´líka í skóla ..... Lukka Steratröll.
Björk er farin í brúðkaupsferð upp á öræfi þ.e.a. hún er að fara í Dómadal í brúðkaup.. þar sem fólk giftir sig í helli...... Það kom full rúta af bráðskemmtilegum Siglfirðingum á sauðfjársetrið í dag. Við Hrafnhildur trakteruðum þau á súpu,brauðbollum og salati og kaffi á eftir. svo voru kyrjaðir slagarar við harmonikkuleik og gaman...
Nú er Hrafnhildur mín farin suður í skólann , Jón Gústi farinn á Akranes í skóla . ég er aað hugsa um að fara ´líka í skóla ..... Lukka Steratröll.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Sunnudagur.. var að vinna í gær af því að Grétar var að smala. en vaknaði eldhress í morgun og skellti mér i sundlaugina kl 10 og svamlaði 500 metra. síðan fórum við Björk í reisu lögðum af stað kl eitt, fórum ásamt Bangsa Á Vodafone kagganum og lögðum leið okkar , Fyrst yfir Steingrímsfjarðarheiði síðan yfir Kollafjarðarheiði þjóðveg 66, og K.K söng fyrir okkur lagið um þjóðveg 66 mjög óvænt þegar bifreiðin stritaði upp efstu brekkurnar. Þarna er furðulegt landslag að ekki sé meira sagt...Við kíktum að vinnubúðum Fyllingar en þar sást ekki neitt lífsmark svo við héldum áfram ..Símasamband komst á hjá Skálanesi og þar tilkynntum við Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og Smára í Borg um ferðir okkar. Næst var haldið í Bjarkarlund þar sem Björk keypti sér matarstell úr tré og ég keypti fullt af Jólagjöfum fyrir börnin mín..Duglegar !!!!!
Ókum síðan sem leið lá út í Borg og Drukkum kaffi hjá Möggu og hámuðum í okkur kökurnar hennar, Smári var að bjarga syni sínum með bilað vélhjól. síðan komu þeir og Smári blessaði yfir vélina í Vódafónbifreiðinni sem hafði verið með dynti síðan á leið 66. Magga hannyrðameistari gaf mér svakalega fallegt heklað sjal aaalveg rosalega fallegt....Bangsi hreiðraði stax um sig í sjalinu og við ókum af stað.. Ekki hafði vélin alveg læknast og lentum við í áhættuatriði við að beygja inn á Tröllatunguheiðarveginn þar sem bifreiðin drap á sér þvers á veginum mér tókst þó að skjóta henni frá áður enn tveir bílar á vesturleið æddu yfir okkur..púff púff... Þarna á vegamótunum voru Jón Gísli, Brynja og Ásdís og Lovísa Rut að Bíða eftir Sólrúnu sem ætlaði að taka dóttur sína með vestur. þau fóru síðan heim yfir Steinadalsheiði, en við yfir Trölla heiði. Heim komnar hittum við Nonna Villa sem er sérfræðingur í Tojota platínulækningum hann fiffaði ...ég meina læknaði draslið í kveikjulokinu stillti það og skrúfaði svo nú malar gamla Tojotuvélin eins og hún væri orðin ung aftur. Ég smellti mér í sundlaugina , en Björk fór heim og Bangsi lagði sig, þreyttur ferðabangsi. Vinna á morgun... Þetta var nú æskileg tilbreyting frá grámusku hversdagsleikans......
Ókum síðan sem leið lá út í Borg og Drukkum kaffi hjá Möggu og hámuðum í okkur kökurnar hennar, Smári var að bjarga syni sínum með bilað vélhjól. síðan komu þeir og Smári blessaði yfir vélina í Vódafónbifreiðinni sem hafði verið með dynti síðan á leið 66. Magga hannyrðameistari gaf mér svakalega fallegt heklað sjal aaalveg rosalega fallegt....Bangsi hreiðraði stax um sig í sjalinu og við ókum af stað.. Ekki hafði vélin alveg læknast og lentum við í áhættuatriði við að beygja inn á Tröllatunguheiðarveginn þar sem bifreiðin drap á sér þvers á veginum mér tókst þó að skjóta henni frá áður enn tveir bílar á vesturleið æddu yfir okkur..púff púff... Þarna á vegamótunum voru Jón Gísli, Brynja og Ásdís og Lovísa Rut að Bíða eftir Sólrúnu sem ætlaði að taka dóttur sína með vestur. þau fóru síðan heim yfir Steinadalsheiði, en við yfir Trölla heiði. Heim komnar hittum við Nonna Villa sem er sérfræðingur í Tojota platínulækningum hann fiffaði ...ég meina læknaði draslið í kveikjulokinu stillti það og skrúfaði svo nú malar gamla Tojotuvélin eins og hún væri orðin ung aftur. Ég smellti mér í sundlaugina , en Björk fór heim og Bangsi lagði sig, þreyttur ferðabangsi. Vinna á morgun... Þetta var nú æskileg tilbreyting frá grámusku hversdagsleikans......
föstudagur, ágúst 13, 2004
Það er búið að vera alveg hitabylgja í dag.. Ég fór tvisvar í sundlaugina...Það er komin enn ein helgi og enn er ekki búið að klára þetta smotterí við þökulagninguna hér fyrir framan.. ER bara ekkert sem heitir metnaður í gangi.???? það var að vísu verið að laga til og þökuleggja fyrir ofan bílastæðið hjá sundlauginni og það vantar ekki þetta er fínt....en þetta sem eftir er hér fyrir framan er ekki meira en tveggja tíma verk og af hverju í andskotanum ekki að ljúka við það. Afhverju er svo fólk alltaf af einhverju helvítis röfli og nöldri. ég er obboðslega glöð yfir hverjum torfusnepli sem bæyist í safnið jibbí
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Ég er alvarlega að huxa um að fara samt á námskeið í Reykjavík um helgina.... Það er að koma andskotans bifreiðaskoðun,, eru engin takmörk fyrir því sem maður þarf að borga.....
Og hér eru Nöldurfréttir :..Þetta með grasflötina er búið að taka alveg óheyrilega langan tíma þetta er að vísu stór og falleg grasflöt en gæti verið fyrir löngu síðan búin ef það hefði verið haldið áfram við hana, -- Í fyrradag var ég heima og þar sem mér finnst nú afskaplega gaman að fylgjast með framkvæmdum þá var ég öðru hverju hérna úti í góða veðrinu, það voru þrjú krakkagrey að raða þökum, þau voru reglulega dugleg þar til verkstjóri birtist, hann talaði í gsm síma dágóða stund og fór svo, þau skinnin horfðu á hann og síðan datt úr þeim allur kraftur, og ég lái þeim það reyndar ekki. Til hvers eru verkstjórar??? eru þeir ekki til að vinna með krökkunum og leiðbeina .þeim ???? og gera vinnuna skemmtilega....þ.e. koma kappi í liðið... mér finnst helvíti hart að vera svona kellíngardrusla slæm í baki, annars hefði ég brugðið mér í sjálfboðavinnu til þeirra og rótast í torfusneplunum.. Nú og núna er grafan horfin sem hefur verið að koma með skítinn og slétta undir torfurnar.. mér er sagt að hún sé farin norður í Ingólfsfjörð. ...geta bara allir hlaupið burt úr hreppsvinnunni þegar þeim sýnist ???.. Bjarni er farinn að vinna í skólanum... Það var gaman fyrir krakkana að vinna með honum er mér sagt... Draugurinn hans Adda er farin norður í land.... Ég fór í fokdýra Röntgenmyndatöku í dag.. Innvolsið virtist vera í lagi rifbeinin heil og hjartað í mér risastórt og flott, lungun voru eitthvað asnaleg en eftir að láta sérfræðing glugga í þetta dót. Það er búið að fresta aðgerðinni á Hönzku til tuttugasta og fimmta.. "Satan í Bergen" Finn ekki meira til að nöldra yfir í bili
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Já og færast framkvæmdir aldeilis í aukanahér fyrir framan Húsið Sæberg og Galdrasafnið. komu hér ekki fulltaf vörubílum í gær með jarðefni og þökulagningu miðar vel.
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Sit hér og söngla segulstöðvar blús það er útlend rigning sem fellur eins og hellt væri úr fötu... og rétt áðan sat ég hér utan dyra og sólaði mig í þvílíku sólskini...... Sé eg nú að hér fyrir framan í heppsframkvæmdunum er auk gröfu kominn Bjarni Ómar með tvo þræla fara þeir sér að engu óðslega og hefi ég ekki í langan tíma séð unga menn með hendur á baki...Bjarni berst við torfurnar af miklum vígamóð og þrælar hans horfa hugfangnir á Allt í einu birtist Sigurður Marinó í litklæðum þrífur bretti og leggur það til hliðar .....Taka þau nú garðhrífur og raka og berja skítinn sem óðast....Sé ég nú hvar siglir inn í höfnina ofurlítil dugga sem heitir Rut og fer yfir að stóru bryggjunni sem bendir til þess að það hafi veiðst fullt af fiski....
Mikið svakalega er nú gaman að sjáþessar framkvæmdir hérna til fegrunar staðarins. ég er alltaf að hitta fleira og fleira fólk sem talar um að staðurinn sé fallegur, en betur má ef duga skal og aldrei má slaka á klónni...
Klukkan er hálf fjögur og hverfa nú hrepparar eins og þeimm væri sópað í burtu... Og nú skín sólin að nýju....
Mikið svakalega er nú gaman að sjáþessar framkvæmdir hérna til fegrunar staðarins. ég er alltaf að hitta fleira og fleira fólk sem talar um að staðurinn sé fallegur, en betur má ef duga skal og aldrei má slaka á klónni...
Klukkan er hálf fjögur og hverfa nú hrepparar eins og þeimm væri sópað í burtu... Og nú skín sólin að nýju....