Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sit hér og söngla segulstöðvar blús það er útlend rigning sem fellur eins og hellt væri úr fötu... og rétt áðan sat ég hér utan dyra og sólaði mig í þvílíku sólskini...... Sé eg nú að hér fyrir framan í heppsframkvæmdunum er auk gröfu kominn Bjarni Ómar með tvo þræla fara þeir sér að engu óðslega og hefi ég ekki í langan tíma séð unga menn með hendur á baki...Bjarni berst við torfurnar af miklum vígamóð og þrælar hans horfa hugfangnir á Allt í einu birtist Sigurður Marinó í litklæðum þrífur bretti og leggur það til hliðar .....Taka þau nú garðhrífur og raka og berja skítinn sem óðast....Sé ég nú hvar siglir inn í höfnina ofurlítil dugga sem heitir Rut og fer yfir að stóru bryggjunni sem bendir til þess að það hafi veiðst fullt af fiski....
Mikið svakalega er nú gaman að sjáþessar framkvæmdir hérna til fegrunar staðarins. ég er alltaf að hitta fleira og fleira fólk sem talar um að staðurinn sé fallegur, en betur má ef duga skal og aldrei má slaka á klónni...
Klukkan er hálf fjögur og hverfa nú hrepparar eins og þeimm væri sópað í burtu... Og nú skín sólin að nýju....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home