Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, ágúst 20, 2004

Gærdagurinn var skrítinn þá rakst ég á þessa hryllilegu grein í Dagblaðinu Þ.e viðtalið við Sigga í Horni.. Púff..Það er leitt að heyra hann agnúast út í það að til okkar flytjist fólk sem getur hugsað sér að búa hér þó ekki stundi það sauðfjárbúskap. Það er staðreynd að við verðum að sætta okkur við að við erum kannske síðasta sauðfjárbændakynslóðin og það er sorglegt. En skelfileg þröngsýni sem kemur fram hjá Sigurði og hreppsnefndinni í sambandi við söluna á Fellinu, og þá starfsemi sem þar hefur verið í sumar, Að leyfa sér að fara niðrandi orðum um þá þjóðfélagsþegna sem minna mega sín. Hvað meinar maðurinn eiginlega ? Talandi um gól og hávaða þetta er reglulega ljótt, skelfileg þröngsýni ,,Jesús" .... Sem hræða rollurnar !!!!eiga þær ekki annars að vera á fjöllum ??
Ég á ekki orð til Hvað heldur maðurinn að hann sé eiginlega ?? Allir geta nú orðið þroskaheftir eða hamlaðir og fatlaðir af einhverjum ástæðum. Og tilvitnanir í nágranna... ég er búin að eiga heima í nágrenninu í mörg ár og ég trúi ekki að neinn af þeim sé svo lítilmótlegur að amast við starfseminni með fatlaða, Ekki Guðfinnur, Gústi eða Nonni á Ljúfustöðum,, onei onei. Ég hef í raun engan hitt sem tekur undir þá skoðun.
Það er náttúrlega efiðara að smala eftir því sem bændunum fækkar. og þeir sem eftir eru eru orðnir rígfullorðnir og unga fólkið hefur engin tök á að taka við búunum. það er minnst á stúlku í greininni. Eru þessar tvær sem búa uppi í Kollafirði ekki líka orðnar dulítið fullorðnar... Ég vil bjóða fólkið á Felli velkomið og vona að það haldi ekki að það sé almenn skoðun að það sé ekki velkomið. Vona að starfsemin gangi vel og það er álit fólksins míns alls, Kannske getur María Lovísa fengið að vera þar í dvöl einhverntíman. blessuð stelpan.
Og yfir í annað af hverju heyrðist ekki múkk í hreppsnefnd Broddaneshrepps þegar Hvítahlíðin var seld, nú eða Broddadalsá, það eru allir furðu lostnir yfir þessu öllu AMEN

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home