Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ja ja ja Þetta er aldeilis búinn að vera dagur í lagi.. ég fór að vinna kl 10. og bjó til fullt af tertum og það kom fullt af fólki og borðaði þær og öll aðalbláberin sem Grétar var búinn að hreinsa. það voru ábyggilega 10 - 15 kíló..með rjóma og sykri, og það voru bláberjaostakaka, skyrterta með bláberjum , gammeldags rjómaterta, eplakaka með rjóma,Skúffukaka með rjóma, Hjónabandssæla með rjóma, Kleinur með (eða án) rjóma,,,,muffins, ostakökur með súkkulaði, Heitur brauðréttur, brauðskálar með rækju og ananas, Og svo og svo Hrútaþukl... Ekki í eldhúsinu, Það var úti í rétt.
Ég fór síðan í sund þegar ég kom heim og fékk mér svo að borða á Cafe Riis og var þar með síðasti gesturinn þar í sumar. Nú blasir við grár mánudagur með gylltum röndum. Ég svíf í vinnuna á the Rocket. þe. Vodafoneeldflauginni.
Góða nótt góða nótt góða nótt....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home